Rakst á þetta á
http://www.hvuttar.net/?h=13728&g=203
og langaði að deila með ykkur :)
Ég er hvolpurinn þinn og ég mun elska þig alla leið til enda Veraldar. En ef þú vildir vera svo væn/n þá eru hér nokkur atriði sem ég bið þig að hafa í huga.
Ég er hvolpur sem þýðir að gáfur mínar og hæfni til að læra eru hliðstæðar því sem gerist hjá 8 mánaða gömlu barni. Ég er hvolpur og ég mun naga ALLT sem ég get fest tennur á. Þannig kanna ég og læri hvernig allt er í heimi hér. Jafnvel mannabörn skoða og kanna hluti með því að setja þá uppí sig. Það er undir þér komið að vísa mér veginn: Hvað má naga og hvað ekki.
Ég er hvolpur. Blaðran mín þolir ekki við nema í eina til tvær klukkustundir. Ég get ekki sagt til um það með neinum fyrirvara hvenær ég þarf að kúka. Ég get ekki sagt til um hvenær ég þarf að pissa og kúka né haldið í mér fyrr en um 6 til 9 mánaða aldur. Ekki refsa mér ef þú sjálfur hefur ekki hleypt mér út í 3 tíma eða lengra. Þá er sökin þín. Það er ágætt að hafa hugfast að ég þarf að gera þarfir mínar eftir: Matinn, svefninn, leikinn, drykkinn og að jafnaði á 2-3 tíma fresti.
Ef þú ætlast til þess að ég sofi um nætur er ekki ráðlegt að gefa mér að drekka eftir klukkan átta. Rimlarúm mun hjálpa mér að verða húsvanur og forðar þér frá að reiðast mér. Ég er hvolpur og slysin VERÐA. Vertu mér þolinmóður og með tímanum læri ég.
Ég er hvolpur og þarf að leika. Ég hleyp um, elti ímynduð skrímsli, elti fætur þína og tær og “ræðst” á þig, elti fótbolta, önnur gæludýr eða lítil börn. Það er leikur – það er þetta sem ég geri! Ekki reiðast mér eða ætlast til að ég sé hæglátur, rólegur og sofi dagana langa. Ef hreyfiþörf mín og orka er þér of erfið þá ættirðu kannski að velta því fyrir þér að fá í þinn félagsskap einhvern eldri og rólegri. Leikur minn mun reynast gagnlegur þegar fram líða stundir og notaðu ályktunarhæfni þína til að vísa mér á viðeigandi leikföng og þóknanlega hreyfingu á borð við eltibolta, bangsa og dúkkur og leikföng sem góð eru til að naga. Ef ég glefsa of fast í þig þá talaðu við mig á “voffamáli” – geltu hressilega á mig og ég skil að þar fór ég yfir strikið – þannig tjá hundar sig hver við annan. Ef ég er of ákafur þá er ágætt ráð að leiða mig hjá sér í nokkrar mínútur eða setja mig í rimlarúm um stundarsakir með leikfang við hæfi.
Ég er hvolpur. Vonandi ert þú ekki þeirrar gerðar sem öskrar, lemur eða sparkar í 6 mánaða börn. Ekki gera það heldur við mig. Ég er mjög viðkvæmur og áhrifagjarn. Ef ég elst upp við barsmíðar þá verð ég mjög hræddur og taugaveiklaður gagnvart öllu sem tengist barsmíðum. Hjálpaðu mér frekar með hvatningu og innsæi. Ef ég til dæmis naga eitthvað sem ekki má naga segðu þá: “Ekki naga!” og láttu mig fá eitthvað sem ég MÁ naga.
Reyndar væri betra ef þú hefðir allt sem ég ekki má snerta utan seilingar. Ég þekki ekki muninn á nýju sokkunum þínum og þeim gömlu eða gömlu strigaskónum og þessum nýju dýru frá Nike.
Ég er hvolpur sem þýðir að ég er vera með tilfinningar og hvatir líkar þínum eigin – þó ýmsar séu frábrugðnar. Ég er ekki mannvera í líki hunds og því síður tilfinningalaust vélmenni sem getur hlýðir hverri þinni skipun. Ég VIL í alvöru þóknast þér, verða hluti af fjölskyldu þinni og lífi. Þú fékkst þér mig (vonandi) vegna þess að þú vilt ástríkan félaga og vin. Þess vegna máttu ekki “planta” mér í bakgarðinn þegar ég verð stærri og ekki dæma mig of hart heldur mótaðu mig með kærleika og leiðbeiningum í það far fjölskyldumeðlims sem þú sérð fyrir þér.
Ég er hvolpur og er ekki fullkominn. Ég veit að þú ert ekki fullkominn heldur. En ég elska þig samt skilyrðislaust. Gerðu það kynntu þér alla þætti sem lúta að þjálfun og hegðun hvolpa og leitaðu til dýralæknis, bóka um umönnun hunda og leitaðu upplýsinga á Netinu. Kynntu þér þá tegund sem ég tilheyri og “skapgerð” hunda þeirrar tegundar. Það mun veita þér innsýn í það hvers vegna ég geri allt þetta sem ég geri. Kenndu mér með ástríki og þolinmæði hvernig rétt hegðun er og farðu með mig á fund annarra hunda á t.d. hlýðninámskeið. Við munum skemmta okkur konunglega saman.
Ég er hvolpur og ég vil fyrst og fremst elska þig, vera með þér og þóknast þér á alla lund. Gerðu það gefðu þér tíma til að skilja á hverju hegðun mín byggir. Við erum líkir, ég og þú, finnum báðir til hungurs, sársauka, þorsta, óþæginda og ótta. En þó við séum líkir hvað þessi atriði varðar erum við einnig mjög ólíkrar gerðar og verðum því að læra að skilja hvor annan, líkamstjáningu, vísbendingar og hljóð, þarfir og langanir.
Dag einn verð ég myndalegur hundur sem þú vonandi verður stoltur af og elskar eins mikið og ég þig.
Með ástarkveðju,
Þinn hvolpu