Varðandi Rottweiler og Doberman Ég veit að copy/paste er ekki vel liðið hérna inni á huga, en ég sá alveg rosalega góða grein á speglinum á visir.is og ég ætla að taka smá séns og henda henni inn hérna.
Þetta er góður lestur fyrir þá sem eru að spá í að fá sér Doberman eða Rottweiler og ætti að svara mörgum spurningum sem tilvonandi eigendur velta fyrir sér varðandi atferli þeirra og kröfur sem þessar tegundir leggja á tilvonandi eiganda sinn.

,,Ég myndi ekki mæla með því að fólk taki að sér Rottweiler eða Doberman sem heimilishund nema þeir hafi kynnt sér eiginleika tegundanna mjög vel. Það er aðeins á færi þeirra sem eru mjög vanir að halda hunda af þessum tegundum,“ segir Hanna Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknastofunni í Garðabæ.


Hanna á sjálf afskaplega ljúfa Dobermantík sem hún flutti með sér heim frá Danmörku. ,,Það er vandasamt verk að halda aga á þessum hundum og mjög auðvelt að missa tökin á uppeldinu. Rottveiler og Doberman henta ágætlega sem heimilishundar ef fólk hefur nægan tíma til að sinna þeim. Þeir þurfa ákveðið uppeldi og mikinn kærleika. Einnig eru þeir góðir spor- og lögregluhundar því allir bera virðingu fyrir þeim. Þeir sem ráða við að eiga svona hunda verða að gera sér grein fyrir því að það eru mun meiri kröfur gerðar til þeirra og ábyrgð þeirra er mikil.. Ég hef oft líkt Dobermannhundinum við hraðskreiðan bíl með beinni innspýtingu. Það er auðvelt að missa stjórnina ef þú lærir ekki vel á hann í byrjun.”

Hanna segir að bæði Doberman og Rottweiler séu afskaplega hlýðnir og auðveldir þeim sem kunni til verka. ,,Þeir eru húsbóndahollir og bera ótakmarkaða virðingu fyrir eiganda sínum og vel alinn hundur hlýðir í einu og öllu. Þeir þurfa mikla hreyfingu og mikil hætta er á að þeir verði pirraðir ef þeim er ekki sinnt sem skyldi. Að sama skapi þola þeir illa einveru og eru mjög háðir eigendum sínum. Menn hafa komið heim að öllu í rúst ef þeir eru of lengi einir. Sú hætta á að hundar verði taugaveiklaðir við lélegan aðbúnað og sinnuleysi eigenda er auðvitað til staðar hjá öllum tegundum en skaðsemi þessara varðhundategunda verður að sjálfsögðu meiri en annars.“

Hanna segir að því miður gerist það of oft að ungt fólk sem ekki er komið með öruggt húsnæði tekur að sér hunda og önnur dýr að illa ígrunduðu máli og lendi síðan á vergangi með þau. ,,Hundarnir eru þá jafnvel hýstir á hinum og þessum stöðum s.s. í bílum eða á hundahótelum. Þar er uppeldislegum þörfum hundanna ekki sinnt og þeir geta einangrast félagslega. Það getur valdið því að eigendurnir ná ekki þeim tengslum og aga sem þarf og hundarnir verða óöruggir. Þetta á vissulega við allar tegundir hunda og það eru því miður dæmi um þetta hérlendis.” Hanna segir ennfremur að enginn skyldi treysta neinum hundi hundrað prósent þegar börn séu annars vegar. ,,Vel alinn hundur sem býr við gott atlæti er besta trygginginn fyrir góðri hegðun og öryggi.“

Doberman henta ágætlega sem heimilishundar ef fólk hefur nægan tíma til að sinna þeim. Þeir þurfa ákveðið uppeldi og mikinn kærleika. Einnig eru þeir góðir spor- og lögregluhundar því allir bera virðingu fyrir þeim. Þeir sem ráða við að eiga svona hunda verða að gera sér grein fyrir því að það eru mun meiri kröfur gerðar til þeirra og ábyrgð þeirra er mikil.. Ég hef oft líkt Dobermannhundinum við hraðskreiðan bíl með beinni innspýtingu. Það er auðvelt að missa stjórnina ef þú lærir ekki vel á hann í byrjun.” Hanna segir að bæði Doberman og Rottweiler séu afskaplega hlýðnir og auðveldir þeim sem kunni til verka.

,,Þeir eru húsbóndahollir og bera ótakmarkaða virðingu fyrir eiganda sínum og vel alinn hundur hlýðir í einu og öllu. Þeir þurfa mikla hreyfingu og mikil hætta er á að þeir verði pirraðir ef þeim er ekki sinnt sem skyldi. Að sama skapi þola þeir illa einveru og eru mjög háðir eigendum sínum. Menn hafa komið heim að öllu í rúst ef þeir eru of lengi einir. Sú hætta á að hundar verði taugaveiklaðir við lélegan aðbúnað og sinnuleysi eigenda er auðvitað til staðar hjá öllum tegundum en skaðsemi þessara varðhundategunda verður að sjálfsögðu meiri en annars.“

Hanna segir að því miður gerist það of oft að ungt fólk sem ekki er komið með öruggt húsnæði tekur að sér hunda og önnur dýr að illa ígrunduðu máli og lendi síðan á vergangi með þau. ,,Hundarnir eru þá jafnvel hýstir á hinum og þessum stöðum s.s. í bílum eða á hundahótelum. Þar er uppeldislegum þörfum hundanna ekki sinnt og þeir geta einangrast félagslega. Það getur valdið því að eigendurnir ná ekki þeim tengslum og aga sem þarf og hundarnir verða óöruggir. Þetta á vissulega við allar tegundir hunda og það eru því miður dæmi um þetta hérlendis.” Hanna segir ennfremur að enginn skyldi treysta neinum hundi hundrað prósent þegar börn séu annars vegar. ,,Vel alinn hundur sem býr við gott atlæti er besta trygginginn fyrir góðri hegðun og öryggi."


Ég vil að lokum taka það fram aftur að þetta er tekið af www.visir.is, speglinum
http://www.visir.is/ifx/?MIval=spegill_efni&id=3140&teg=1&vefur=2&flokkur=1

Zallý
———————————————–