Útlit og líkamsbygging
Þessi hundur er meðalstór og hefur þríhyrningslaga upprétt eyru. Hann hefur lítil skásett augu. Hann hefur feld af löngu, stífu hári og styttri, mjúkari feld yfir. Leyfilegir litir eru rauður, svartur, tiger, sesame, og úlfagrár. Karldýrið er yfirleitt 50 cm há, og kvendýrið nokkrum sentímetrum styttri. Hundurinn er um 20 kg. Lífslíkur hundsins eru um 15 ár.
Eiginleikar
Hann er frægur fyrir mikið traust til eiganda síns, hugrekki og hann þolir einnig vel kulda. Hann er langt frá því að vera áttavilltur og getur komið aftur til eiganda síns úr mjög mikilli fjarlægð. Hann hefur ótrúlega hæfileika í því að berjast við birni til þess að verja eiganda sinn. Hann skýst upp um bak bjarnarins og bítur í hálsinn á birninum af fullum krafti þangað til að björninn gefst upp. Hann hefur mikla reynslu sem gæludýr og sem veiðihundur. Hann ætti ekki að ganga laus meðal annarra dýra. Hann er barngóður ef hann hefur alist upp með börnum allt frá æsku. Hann er ekki ætlaður í borgarlíf og stórt landsvæði hentar honum best.
Aðeins um sögu Hokkaido
Hokkaido er ættaður frá Japan og fékk tegundin nafn sitt árið 1869. Tegundin var mjög nothæf við að leita af fólki úr hernum þegar þeir nánast snjóuðu í hel árið 1903.
Heimildir
http://en.wikipedia.org/wiki/Hokkaido_dog
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D