Hráfæði
Við viljum taka fram að við erum ekki fagfólk í næringarfræði og ef hundurinn þinn á við heilsubrest að stríða er nauðsynlegt að hafa samband við dýralækni.Við viljum eingöngu benda á annan valmöguleika en fólk á að venjast sem að okkar mati hefur ótvíræða kosti fram yfir hefðbundna fóðrun.

Hundar eru hræætur. Það sést mjög vel á tönnunum í honum. Þó hundarnir hafa þróast mikið hefur meltingarkerfi þeirra lítið sem ekkert breyst. Þeir eru með styttri og súrari meltingarveg heldur en við og ráða því betur við bakteríur heldur en við. Vegna þess hversu lítið meltingarkerfið hefur breyst er mikilvægt að fæða þeirra sé svipuð fæðunni sem forfeður þeirra átu úti í náttúrunni. Venjulegur hundamatur inniheldur aðallega korn og því er þurrmatur og dósamatur ekki rétt fæða fyrir þá. Hundar eru ekki gerðir til að borða korn og er það ein helsta ástæða fyrir ofnæmi hjá hundum nú til dags. Hundar þrífast best á óelduðu próteini og fitu.

Hrá bein með kjöttægjum eru því full af næringarefnum og mjög góð fyrir hundana auk þess sem þau styrkja háls og kjálkavöðva. Það þarf ekki að tannbursta hundana eða fara með þá til dýralæknis í tannhreinsum ef þeir fá hrá bein reglulega því þau hreinsa tennurnar mjög vel. Nauðsynlegt er að beinin séu hrá því að ef búið er að elda þau geta þau flísast niður og gert gat á þarmana og orðið hundinum að bana.

Kjöt og innmatur eru próteingjafar og innihalda einnig mikið af næringarefnum fyrir hundinn. Gott er að gefa hundinum grænmeti, sérstaklega dökkgrænt því það inniheldur trefjar, vítamín, steinefni og ýmis snefilefni. En grænmeti þarf að fara í gegnum blandara áður, því hundar eru ekki færir um að brjóta niður frumuveggina á grænmetinu. Einstöku egg (hrá), sardínur, hrein jógúrt, kotasæla, eplaedik og ýmis vítamín er líka gott að gefa einstaka sinnum.

Hættan á magasnúningi í stórum hundum minnkar ef hann fær hráfæði. Talið er að þurrfóður eyðileggi teygjanleika magans. Ástæðan er sú að hundarnir þurfa ekkert að tyggja heldur gleypa þeir það bara og svo situr það bara eins og stór klumbur í maganum og dregur í sig vökva. Beinin eru hinsvegar tuggin mikið og því byrjar meltingarvökvinn í maganum að vinna áður en maturinn kemur niður í magann. Þar að auki eru beinin full að vökva. Hægðir verða minni og hætta að lykta eins illa, því hundurinn nýtir næringuna betur.

Hundar þurfa að borða sem samsvarar u.þ.b. 2% af líkamsþyngd sinni á hverjum degi, hundur sem fær mjög mikla hreyfingu gæti þurft allt að 3-4% en eldri hundur sem fær litla hreyfingu 1-1½ %. Hvolpar geta þurft upp að 10% af líkamsþyngdinni. Að sjálfsögðu er líka munur á milli einstaklinga þannig að þú gætir þurft að prófa þig aðeins áfram. Með hvolpa sem þú veist ca. hvað þeir verða þungir fullvaxnir þá geturðu gefið þeim 2-3% af framtíðar þyngdinni. Til að finna hvort að hundurinn þinn er mátulegur í holdum þá getur þú rennt höndunum eftir síðunum á honum, þú átt að finna fyrir rifbeinunum og á hundum með stuttan feld áttu að sjá móta fyrir þeim en þau eiga ekki að standa út úr húðinni.

60% af fæðunni á að vera hrá bein, 15% vöðvakjöt, 15% grænmeti og 10% innmatur.

Þetta eru ekki trúarbrögð – það sem gildir er að gefa hundinum sem réttast að borða flesta daga og þá er allt í lagi að svindla inn á milli.

Öll bein sem hundurinn getur auðveldlega borðað eru góð uppistaða á fæðunni, en þið þurfið að hafa þau hrá ! Kjúklingavængir eru það besta sem þú getur gefið litlum hundum. Þú getur prófað að tala við fólk í kjötvinnslum, þú getur kannski fengið bein annað hvort mjög ódýr eða jafnvel gefins. Ef þú ert dugleg að úrbeina sjálf getur þú gefið hundinum þínum þau. Svo er gott að hafa stór leggbein t.d. úr nauti til þess að hundurinn hafi eitthvað að naga en hann getur ekki borðað það. Þannig kemur þú í veg fyrir að þurfa að tannbursta hundana þína.

Gúllas, lifur, nýru, þindar og allur innmatur sem þú nærð í á góðu verði er hæg t að nota í þessa blöndu. Hjörtu kallast vöðvakjöt en ekki innmatur. Oft er hægt að fá innmat og vöðvakjöt mjög ódýrt og um að gera að nýta sér sláturtíðina og fylla frystikistuna. Fisk er svo fínt að gefa einu sinni í viku, feitur fiskur er betri fyrir hundinn. Ekki skal gefa mikinn túnfisk úr dós. Það má gefa fiskinn bæði hráan og eldaðan, fer eftir hundum. Svo er fínt að gefa hundunum fiskinn heilann með haus og innyflum.+
Sætar kartöflur, dökk salatblöð (ekki iceberg), gulrætur og grasið ofan af þeim, toppinn af sellerí, fíflablöð, hvítlauk u.þ.b. 1 rif á 20 kg. Hund á dag. Yfirleitt er ekki gott að blanda grænmeti og ávöxtum saman en þar eru epli undantekning. Grænmetið þarf að fara í gegnum blandara áður en það er gefið. Grænmeti sem hundar mega ekki fá er tómatar, paprikur og laukur. Kartöflur eru heldur ekki góðar því þær eru fullar af sterkju.

Sardínur, egg, kotasæla, jógúrt, eplaedik u.þ.b. ein tsk, AB mjólk, C,E og B vítamín, alfalfa, kelp (þang), laxaolía (ekki bara úr lifrinni).

“Egg frá hænum, öndum eða skjaldbökum eru rík af steinefnum, söltum og vítamínum….. Egg verða að vera fersk, vegna þess að þau eru ómeltanleg ef að þau eru “stöðnuð”!!! Það ætti að gefa þau hrá vegna þess að elduð festa þau sig við meltingarveginn….. Egg eru mjög náttúruleg fæða fyrir hundinn, vegna þess að hundar leita uppi og éta egg sjófugla og annarra fugla eins og villtra fugla sem verpa á jörðinni. Egg eru *mjög óhentugur* matur fyrir veik dýr vegna þess að þau eiga mjög auðvelt með að gerjast. Ef að dýrið er t.d. með hita eru þau fljót að eitra líkamann í stað þess að styrkja hann……..


Gott er að hakka bara allt kjöt og innmat, en annars er allt í lagi að gefa það í bitum. Svo er þetta bara sett í dagskammta í litla plastpoka og sett í frystinn. Þá er ekkert mál að taka poka úr frysti daginn eftir og láta þiðna inní ísskáp yfir nótt. Grænmetið þarf annað hvort að setja í safapressu eða blandara en safapressan er betri. Ef þú setur þetta í safapressu skaltu blanda saman bæði safanum og svo gumsinu sem verður afgangs. Ef þú átt bara blandara er gott að bæta smá vatni við svo þetta blandist almennilega. Svo getur þú annað hvort fryst þetta í pokum eða í klakaboxum eða ísboxum. Það þarf að tala kjarnana úr eplunum en annars þarf ekkert að fjarlægja.

Ef þið hafið áhuga á þessu mæli ég með því að þið lesið ykkur meira til um þetta áður en þið breytið um matarræði hjá hundinum ykkar.


Heimildir : www.hundar.is
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D