hjálp...
Mig vantar smá hjálp. Við vorum að fá okkur hvolp sem er alveg frábært(8 vikna). Hann er mjög fljótur að læra, td. að það tók ekki nema smá tíma að kenna honum að sitja og fleira. En það er eitt sem við erum í vandræðum með og það er að hann glefsar mjög mikið í okkur og heyrir ekki eða vill ekki heyra NEI, þ.e. hlýðir ekki. Hann hlýðir samt alltaf NEI ef hann er að gera eitthvað annað sem hann má ekki. Þetta gildir einungis við um það þegar að hann er að glefsa í okkur, hendur og föt. Er eitthvað sérstakt sem við getum gert eða á maður bara að vera þolinmóður og halda áfram að segja NEI við hann. Vonast til að fá einhver svör frá ykkur… ;)