Mig langaði bara að segja eina voffasögu…. ég á tæplega 6 mánaða hvolp sem setur allt í munninn. Um daginn böstaði ég hann þar sem hann var að japla á skrúfu sem hann hafði sótt oní ruslatunnuna í skrifstofuherberginu. Hún var snarlega rifin úr kjaftinum á honum. En svona hálfri sekúntu seinna var hundurinn aftur farinn að smjatta á einhverju. Þar sem þetta var greinilega eitthvað mjúkt sem hundurinn hafði í kjaftinum þá hafði ég fyrst um sinn ekki miklar áhyggjur af þessu. En þegar hundurinn var búinn að tyggja í gríð og erg í 3-4 mínútur (mjög einbeittur á svip) þá ákvað ég að tékka á því hvað hann hefði í kjaftinum. Ég opnaði kjaftinn á honum og viti menn……. hundurinn minn hafði í sömu ruslatunnu náð sér í eitt stykki tyggjó. Ég hef sjaldan hlegið meira á ævinni. Eiga ekki einhverjir fleiri svona sögur af hundunum sínum?
Kv. 325DP