Ég á ekki hund, en mig langar alveg ofsalega í eitt lítið krútt, eða reyndar ekkert endilega eitt lítið krútt … helst bara tvö, eða þrjú, eða fjögur, eða fimm….
… en ég get ekki eignast hund vegna þess að ég bý í bokk :,(
Frændi minn á reyndar hund sem ég reyni að knúsa sem oftast, en það virkar bara ekki alveg. Ég held að ég sé eins og konurnar sem eru komnar á fertugsaldurinn og allar vinkonur þeirra eru komnar með börn, en þær sjálfar eru ófrjóar og geta ekki átt barn en langar samt alveg OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOFSALEGA í það.
Ég er reyndar hrifin af öllum dýrum, þannig að ég fór að spá hvort að ég gæti ekki fengið mér hamstur, eða e-ð svoleiðis, til að slá aðeins á löngunina þangað til að ég kemst í almennilegt húsnæði, en nei! - þá vill kærastinn minn ekki nein svoleiðis “skriðkvikindi með vondri lykt”, svo má ég ekki einu sinni eignast páfagauk :þ Ég er búin að prófa að eiga fiska, en það virkaði ekki, það er ekki hægt að fara út að labba með fiska, eða klappa þeim, eða kenna þeim trikk eða neitt svoleiðis!
Eru ekki einhverjir fleiri í sömu vonlausu stöðu og ég? hvað gerið þið? … ég var að lesa skemmtilegu sögurnar af hundunum ykkar Hugabúa og ég var svo öfundsjúk að ég fór næstum því að gráta!
Mér finnst að þið sem eigið hunda eigið alltaf að hafa samband við hina sem eru ekki eins heppnir og þið og leyfa okkur að hafa þá af og til ;)