Sæl Jezzybelle.
Innilega til hamingju með barnið.
Hundar / hárlos:
Ég er með Labba-mix tík sem að fór mikið úr hárum á tímabili. Við fundum það út að það mátti alls ekki skipta um fóður einn góðan veðurdag , því þá feldi hún hárinn alveg rosalega. Ef þú ákveður að skipta um fóður blandaðu þá saman nýju tegundinni við þá gömlu og breyttu svo hlutföllunum á 2-3 vikum þar til að þú ert búinn að skipta yfir í þá nýju. Einnig helli ég alltaf matarolíu yfir þurrmatinn hennar, henni finnst það gott og hún hefur alveg glæsilegan feld.
Hún fer tvisvar á árí úr hárum, og það fer ekki framhjá neinum þegar það byrjar, þá er bara að taka fram burstan, mörgum hundum finnst gott að láta bursta sig,, ég veit um einn hund sem sækir burstan þegar honum henntar og lætur hann í fang eigandans.
Kær Kveðja Wirehair .