Allir hvolpar eru sætir og það þarf lítið til að bræða mann þegar hvolpar eru annarsvegar. Hinsvegar ættu ALLIR að vanda valið þegar kemur að nýjum, ferfættum fjölskyldumeðlimi því að þeir verða partur af fjölskyldunni og lífi manns í 9-15 ár ef allt er eins og það á að vera.
Flestir hafa heyrt neikvæðar sögur af Dalsmynni en því miður lokar fólk á þær sögur bara af því að þessi hvolpur eða þessi hvolpur er svo sætur og þeim langar í hann NÚNA í saðinn fyrir að vanda valið. Fólk ætti heldur að bíða, velja sér ræktanda innan virkts hundaræktunarfélags, sem leggur metnað í sína ræktun og er umhugað um sína hunda. Ræktanda sem er með sína hunda inn á heimilinu - ekki í búrum eða stíum í útihúsum.
Ábyrgur ræktandi:
* Hefur ekki fleiri hunda en hann getur hugsað vel um.
* Vill fylgjast með hvolpinum þegar hann fer á nýtt heimili, spyr frétta og gefur ráð ef á því er að halda.
* Ormahreinsar, örmerkir og bólusetur hvolpa sína áður en þeir fara á nýtt heimili.
* Hefur sína hunda inn á heimilinu.
* Heilsufarskoðar hundana sína áður en ræktað er undan þeim.
* Veit mikið um tegundina sem hann ræktar.
* Er umhugað um það hvert hvolpurinn fer og spyr verðandi kaupanda út í heimilisaðstæður o.m.f.
* Ræktar ekki margar hundategundir.
* Er með góða aðstæður fyrir hunda sína og hefur ekkert að fela þegar kemur að aðbúnaði þeirra, heilsufari og sýningaárangri.
* Kemur í veg fyrir að hvolpar þeirra fari á hvolpaframleiðslubú
* Lætur hvolpakaupanda vita ef galli er í hvolpnum (s.s yfirbit, litlagalli o.s.fv) og selur hvolpinn þá ódýrara.
- Þetta ber að hafa í huga þegar fólk velur sér ræktanda.
Ekki ætti að kaupa hvolp af ræktanda sem:
* Er alltaf með mikið úrval hvolpa til sölu.
* Er með tugi, jafnvel hundruði hunda í búi sínu.
* Ræktar undan mörgum tegundum.
* Leyfir kaupanda ekki að skoða aðbúnað hunda sinna.
* Ræktar sína hunda ekki inn á heimilinu heldur hefur þá í búrum eða stíum í útihúsi.
* Hefur hvolpa sína ekki inn á heimili heldur í búrum eða stíum.
* Spyr kaupanda sína lítið sem ekkert út í aðstæður.
* Hefur ekki áhuga á því að fylgjast með hvolpinum á nýja heimilinu.
Hin sorglega staðreynd er sú að þó nokkrir hafa lent í því að hvolpar sem þeir kaupa frá Dalsmynni deyja innan fárra vikna og jafnvel daga eftir að þeir koma á nýju heimili sín.
Í hvolpum frá Dalsmynni hafa fundist ormar - samt fullyrða þau að allir hvolpar frá þeim séu seldir ormahreinsaðir. Einnig hafa hvolpar frá þeim verið með bráða lifrabólgu. T.a.m dó ein Chihuahua tík frá þeim 6 dögum eftir að hún kom á nýja heimilið sitt. Krufning leiddi í ljós að hún dó úr bráða lifrabólgu. Fleira um þetta mál og fleiri eru að finna á www.hundagalleri.is -Baráttusíðu gegn hvolpaframleiðslu með reynslusögum fólks sem hefur keypt hvolp af Dalsmynni ásamt öðrum fróðleik.
Ég hvet fólk líka eindregið til þess að skoða þessa vefsíðu og kynna sér málin áður en það ákveður að kaupa hvolp frá Dalsmynni.
http://web.archive.org/web/20050826155050/http://www.stopp.is/
Ég vil samt sem áður koma því á framfæri að allir hundar eru yndislegir. Hundar frá Dalsmynni eru oft ekki verri einstaklingar þótt þeir komi frá Dalsmynni og eflaust hafa margir keypt hunda af þeim sem eru góðir hundar. En það hafa ekki allir verið svo heppnir.
Að lokum vil ég segja: Hvolpaframleiðsla stoppar ekki fyrr en fólk opnar augun, stendur upp fyrir saklausum dýrum, og hættir að verlsa við fyrirtæki sem framleiðir hvolpa.
./hundar