Labrador hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér,því ég átti labrador(svartann) þegar ég var lítil.Ef ég hefði tíma fyrir stórann hund þá myndi ég fá mér labrador því hann er skemmtilegur,ljúfur og barngóður.
Við erum með Yorkshire terrier núna tengdó átti hana en er flutt út svo við erum með hana,það fer ekkert fyrir henni hún er roslega barngóð þó hún sé ekkert fyrir börn en ef lítil börn ná í hana þá gerir hún ekkert bara horfir á man biðjandi augu um hjálp ;)
Tengdó á líka pappilion(fiðrilda hunda)þeir eru rosalega skemmtilegir,fjörugir hundar,ekkert hrifnir af börnum þeir hafa aldrei bitið bara glefsað til að “reyna” hræða börnin í burtu frá sér.
Þessi pappilion tegund er mjög góð í agility(hundafimi)og það er líka hægt að þjálfa þá sem leitarhunda,spor.
Þið sem eruð að spá í að fá ykkur hund, endilega hugsið ykkur mjög vel um það,eruð þið tilbúin að vera með hund næstu c.a 10 árin?
Þetta er bara eins og börnin okkar,þurfa mikla athygli,umhyggju og ást.