Jedúddamía!
Þetta fann ég á speglinum
——————————

Dýralæknas tofa hefur verið skipað að borga því sem nemur þremur milljónum króna fyrir að hafa fyrir mistök drepið minnsta hund í heimi. Um tík var að ræða sem kölluð var Ondra og var henni gefin banvæn sprauta fyrir mistök af dýralækni í Olomouc í Tékklandi.

Tíkin sem var að tegundinni chihuahua, var skráð í Heimsmetabók Guinness og var minnisvarði tileinkaður hundinum reistu í heimabæ hans í Tékklandi. Eftir að Ondra fékk vitlaust lyf hrakaði heilsu hennar það mikið að eigandinn þurfti að lóga henni.

Héraðsdómur í Tékklandi dæmdi eigandanum bætur fyrir missinn að því er segir í tékkneska dagblaðinu Pravo. Dýralæknastofan hefur áfrýjað dómnum. Ondra var aðeins 15 sm á hæð og 850 g að þyngd.

,,Við viljum aðeins að réttlætinu verði framfylgt. Dýralæknar ættu að vernda dýrin og sinna þeim en ekki skaða þau," segir eigandinn sem ákveðið hefur að láta peningana renna til samtaka sem annast heimilislaus dýr.