Ég mæli með schafer fyrir þig , þú færð allavegna ekki hund sem er eins vel húspóndahollur og hann. Þeir eru einnig barngóðir. Hér kemur lýsing af þeim sem ég sá á netinu:
Þýskur Fjárhundur.
Þýskur fjárhundur einnig þekktur sem schafer, german shepherd dog, schaferhund og stundum Alsatian.
Þetta eru fallegir, tignalegir og mjög sterkir hundar. (Sjá standard)
Liturinn á feldinum kemur oftast í svartur/brúnn, grár/brúnn eða alveg svartir.
Þeir hafa komið í bláum, brúnu og hvítum lit, en þeir litir eru ekki viðurkenndir í Standard.
Hvítur schafer eru ekki viðurkenndir nema í Bandaríkjunum og þá sem ný tegund : Amerískur Hvítur Schafer.
Þeir eru mikið notaðir sem vinnuhundar vegna hæfni sinnar.
Schafer er ákveðin, hræðslulaus, áhugasamur og athugul, kjarkaður, hlýðinn og eru mjög fljótir að læra.
Schafer elskar að vera með fjölskyldunni sinni og hafa ekki mikinn áhuga á ókunugum.
Þeir eru þekktir fyrir hvað þeir eru húsbóndahollir og hugrakkir, nokkuð ánægðir með sjálfan sig en ekki óvinveittir.
Þeir eru alvarlegir og næstum því eins gáfaðir og við fólkið.
Þessi tegund þarf á fjölskyldunni sinni að halda og líður ekki vel að vera aðskilin frá þeim í langan tíma.
Þeir elska að fá að fara með í bílin þó það sé bara rétt út í búð.
Þeir gelta þegar þess þarf, en eru alls ekki gjammarar í eðli sínu.
Schafer er með mjög sterkt varnareðli, svo það borgar sig að umhverfisvenja þá strax sem hvolpa.
Fullorðin schaferhundur sem ekki hefur verið nógu vel umhverfisvanin getur farið að ofvernda sig og sína.
Það er best að byrja á því að fara í hvolpaskóla og svo hlýðni, enda hafa þeir rosalega gaman að því að læra.
Það þýðir ekkert að reyna ala þá upp með einverjum hasar og hörku. Þeir eru í eðli sínu mjög mjúkir og vilja gera manni allt til hæfis ef vel er farið að þeim. Vel ræktaður, þjálfaður og í góðu jafnvægi er schaferhundur er öllum til mikillar ánægju.
Þessi tegund er það gáfuð og með það einstakt lyktaskyn að þeir hafa nánast verið notaðir í allt:
Fjárhundur,
frábær með hestum
varðhundur
lögregluhundur
blindrahundur
leitar og björgunarsveitarhundur
og í hernum.
Þeir hafa einnig verið notaðir í allskyns hundasporti, svo sem :
spor I, II, III,
hlýðni I, II, III,
agility,
flugbolta
og margar fleiri greinar sem eru ekki stundaðar hér á landi enn sem komið er.