Verðlaun Snata
2 dl vatn
1 tening kjúklingakraft
1 / 2 dl rifinn ostur
1 / 2 f kartöflustöppuduft
1 / 2 dl sesamfræ
1 tsk matarolía
1 egg
4 dl heilhveiti
1 dl grænar (frystar) baunir eða 1 dl maís ( frystan )
Byrjaðu á að sjóða súputeninginn í vatninu og láttu kólna. Hrærðu saman öllu nema baununum eða maísnum. Hrærðu baununum eða maísnum út í þegar deigið er orðið jafnt. Breiddu deigið út í lengjur og skerðu þær í svo sem hálfs cm renninga. Settu renningana á bökunarplötu og bakaðu í 15-20 mín við 225° C
Þú getur líka flatt deigið alveg út með kökukefli og skorið út fígúrur með formum. Þegar nammið er tilbúið og orðið kalt geturu sett eitthvað af því í plastpoka og geymt í frystinum. Þá þarftu bara að taka plastpoka úr frystinum, þegar lítið er orðið eftir í nammibauk hundsins. Nammið er fljótt að þiðna.
Hvítlauksnammi
3 1 / 2 dl heilhveiti
3 – 4 dl rifinn ostur
1 1 / 2 pressaður hvítlauksgeiri
1 msk þurrkað rósmarín
1 dl rúsínur
100 g smjör eða smjörlíki ( við stofuhita )
Súrmjólk
Blandaðu saman mjöli, osti, hvítlauk, rúsínum og smjöri. Bættu svo súrmjólk út í, þangað til hægt er að forma deigið í litlar kúlur. Settu kúlurnae á bökunarplötu og bakaðu í 30 mín við 200°C. Þegar ilmurinn fer að breiðast um eldhúsið eru bollurnar tilbúnar. Yfirleitt má líka sjá það á hundinum.
Láttu bollurnar kólna og settu þær í frystinn. Svo geturu tekið 1 – 2 bollur úr frosti á dag úr frystinum. Þær eru fljótar að þiðna. Nú hefru fínasta hundanammitil að gefa hundinum þínum á hverjum degi þegar þú ert að þjálfa hann. Einkum er þetta nammi heppilegt á vorin og sumrin, þar eð það getur fælt flær frá. Gefðu hundinum aldrei meira en tvær bollur á dag. Ef þú bakar þessar bollur að vetrarlagi, skaltu sleppa hvítlauknum.
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D