Trefjaríkt kex
1,5 bollar hafrar
1,5 bollar heilhveiti
1,5 bollar maísmjöl
1 bolli hveiti
1/2 bolli haframjöl
1/3 bolli ólífuolía
3 tsk hunang
1 egg
1 1/4 bolli kjúklinga, nauta eða grænmetissoð
Forhitið ofninn í 175°C. Setjið smjörpappír á 2 bökunarplötur. Blandið þurrefnunum saman í stórri skál og bætið því næst egginu, olíunni og soðinu saman við. Blandið vel þar til komið er mjúkt deig sem er nógu stíft til að rúlla út. Fletjið degið út í 1,5 sm þykkt og skerið út í skeemtileg munstur með smákökuskera. Bakið í 2 klst. Og síðsn dlökkt á ofninum. Best er að láta kexið sitja í ofninum þar til hann hefur kólnað til að þurrka það sem best. Geymist við herbergishita í nokkra mánuði.
Hveitilausar túnfiskkökur
1 bolli gult maísmjöl
1 bolli haframjöl
1/4 tsk lyftiduft
1 lítil dós af túnfiski í olíu ( notið með olíunni )
1/3 bolli vatn
Malið haframjölið í matvinnsluvél þar til það verður að fínu dufti, setjið til hliðar í litla skál. Blandið túnfiski ( með olíunni ) ásamt vatni í matvinnsluvél og bætið svo þurrefnunum útí og hnoðið þar til deigið verður að bolta, hnoðið þá í 2-3 mínútur í viðbót. Fletjið deigið út í u.þ.b. 1/2 sm þykkt og skerið út í skemmtileg form. Bakað við 175°C í 20-25 mínútur og kælið vel iður fyrir notkun.
Fitubollur :D
750 gr feitt nautahakk
2 msk ólífuolía
3 egg
3 bollar haframjöl
Hrærið saman og formið í litlar bollur. Setjið bollurnar á bökunarpappír og í frystinn. Þegar þær eru svo frosnar í gegn má sameina nokkrar í handhægar umbúðir svo hægt sé að afþýða passlegan skammt í einu.
Þessar bollur eru frábærar fyrir hunda sem þurfa að bæta á sig eða eru mjög matvandir. Ef um matvendi er að ræða má afþýða 1-2 bollur og hræra saman við fóður hundsins. Best er að hræra þær vel saman svo hundurinn nái ekki árangri af því að plokka bestu bitana úr.
Sniðugt er að nota piparkökuform til að búa til nammið :D
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D