STUTT SÖGULEGT YFIRLIT
Ræktunarstaðallinn var saminn samkvæmt samþykktum Félags um þýska fjárhunda, (Verein für Deutsche Schäferhunde (SV) e.V.), í Augsburg. Félagið gerðist meðlimur í sambandi þýskra hundaræktarfélaga, (Verband für das Deutsche Hundewesen (VDH)). Á fyrsta aðalfundi sambandsins, sem var haldinn í Frankfurt/ Main þann 20.09.1899, var ræktunarstaðallinn samþykktur. Höfundar voru A. Meyer og von Stephanitz. Viðbætur voru samþykktar á 6. aðalfundi, 28.07.1901; á 13. aðalfundi 17.09.1909 í Köln; á stjórnar- og fagráðsfundi í Wiesbaden, þann 05.09.1930, og á stjórnar- og ræktunarnefndarfundi þann 25.03.1961. Reglurnar voru endurskoðaðar fyrir heimssamband félagasamtaka um þýska fjárhundinn, (Weltunion der Vereine für Deutsche Schäferhunde (WUSV)), og samþykktar á WSUV-fundi þann 30.08.1976. Þær voru endurskoðaðar og skráðar samkvæmt ákvörðun stjórnar og fagráðs þann 23./24.03.1991.
HEILDARSVIPUR
Þýski fjárhundurinn er meðalstór, dálítið teygður, kröftugur og vel vöðvaður.
Beinin eru þurr og skrokkurinn í heild þéttur.
LITIR
Svart með rauðjörpum, jörpum, gulum eða ljósgráum svæðum; einlita svart; grátt með dökkskýjuðum svæðum, svörtu baki og grímu. Lítt áberandi, litlir ljósir blettir á bringu og ljós innri hliðarsvæði eru leyfileg en ekki æskileg. Nefið skal undir öllum kringumstæðum vera svart. Ef gríma er ekki til staðar, augun eru ljós eða stingandi, ljósir og allt að því hvítir blettir finnast á bringu eða innri hliðum er um litarefnisgalla að ræða. Einnig ef klær eru ljósar og rauð hár eru á enda skotts.
STÆRÐ OG ÞYNGD
Hundar:
Herðakambur: 60 65 cmÞyngd: 30 ¿ 40 kg
Tíkur:
Herðakambur: 55 60 cmÞyngd: 22 ¿ 32 kg
GALLAR SEM GERA HUNDINN ÓHÆFAN
a) Gallað geðslag, árásargirni og taugaveiklun.
b) Staðfest alvarlegt mjaðmarlos.
c) Eineistngur eða annað eistað kemur ekki niður, mikill stærðarmunur eða mjög lítil eistu.
d) Gölluð eyru eða lélegt skott sem rýrir heildarsvip.
e) Aflögun í sköpulagi.
f) Tanngallar:
Ef það vantar jaxl (Prämolar 3) og aðra tönn til viðbótar
/ eða vígtönn
/ eða jaxl (Prämolar 4)
/ einn endajaxl (1)
/ endajaxl (2)
eða samtals þrjár eða fleiri tennur.
g) Gallaður kjálki: Undirbit 2 mm eða meira / yfirbit / framtennur standast alls staðar á.
h) Hundar með yfir¿ eða undirstærð (meira en 1 cm).i) Albinói.
j) Hvítur hundur (jafnvel þótt augun og neglur séu dökk).
k) Löng vindhár, sítt, mjúkt hár sem liggur ekki þétt að skrokknum
og undirfeldur. Síð hár við eyrun og á fótum, aftan á lærum (buxur)
og síðhært skott (¿fáni¿, mjög langt, hangandi hár)
l) Vindhár sítt, mjúkt og enginn undirfeldur, oftast skipt eftir miðju baki, fánar við eyrun, á fótum og á skottinu.