Stórir hundar eru ekkert verri fyrstu hundar en þeir minni . T.d er ég ekki sammála því að schafer gangi ekki upp sem fyrsti hundur, þvert á móti. Ég þekki fjöldan af fólki sem hefur fengið sér schafer sem fyrst hund og þeim gengið mjög vel.
Þetta er alltaf spurning um áhugan,og hvort tilvonandi hundaeigandi viti hvað hann er að fara út í. Og þessi áhugi þarf að vera til staðar næstu 10-15 árin.
Rottweiler er að visu soldið mikið öflugur hundur og aðeins eitt got hefur fæðst hér á landi og engin reynsla komið á þá rækun.
Ég var alvarlega að pæla að rækta þessa hunda einu sinni og hafði samband við fullt af fólki í Noregi um þessa tegund.Þar var mikið talað um að það þyrfti að vanda valið vel á ræktendum því það væru margar ræktunarlínur með verulega skapgerðar galla. Ég fór nú ekkert lengra en þetta.
Það er samt alveg ótrúlegur miskilningur að það verði að vera smáhundur ef þú ert að fá þér hund í fyrsta sinn. Enn ef þú ert ákveðin að fá þér rottweiler verður þú að hafa góða aðstöðu,einbýlishús m/ garði og nóg tíma til að umhverfisþjálfa svona hund fyrsta árið.
Hér er nokkuð góð síða um Rottweiler
http://www.dogbreedinfo.com/rottweiler.htmkveðja Schafe