Hundar mega ekki borða allan mat, sumur matur getur hreinlega verið hættulegur fyrir þá. Sumt af matnum sem að við borðum hættulaust, og jafnvel aðrar dýrategundir líka, getur verið hundum hættulegur því þeir hafa önnur efnaskipti. Viss matur getur valdið aðeins mildu meltingaruppnámi, meðan að annar getur valdið veikindum og jafnvel dauða. Eftirfarandi algengur matur ætti ekki að vera gefin hundum (hvorki að staðaldri né stöku sinnum). Eitthvað kann þó að vanta á listann.
Áfengir drykkir. Geta valdið vímu, dái, eða dauða vegna efnisins ethanol sem veldur eitrun í magni.
Barnamatur. Getur innihaldið laukduft, sem getur reynst eitrað hundum (sjá um lauk hér neðar).
Fiskibein, fuglabein og aðrar slíkar afurðir. Getur örsakað fyrirstöðu eða sundurtætingu á inniflum.
Kattarmatur. Almennt of ríkur af próteinum og fitu.
Súkkulaði, kaffibaunir og annað sem inniheldur mikið koffein og/eða kakó. (Sjá grein um hunda og súkkulaði. Kakóbaunir innihalda koffein og efnið “Theobromine,” sem eru bæði eitruð hundum.
Súraldinssafi. T.d. límonaði. Getur valdið uppköstum.
Vínber og rúsínur. Inniheldur óþekkt efni sem eitrar fyrir hundum og getur skaðað nýrun alvarlega.
Vitamin ætluð mönnum sem innihalda Járn Getur valdið eyðileggingu í meltingarkerfinu og verið eitrandi fyrir önnur líffæri.
Mikið magn af lifur. Mikið magn getur orsakað A-vitamin eitrun, sem hefur áhrif á vöðva og bein.
Sumar hnetur Inniheldur óþekkta eitrun á hunda, sem að getur haft áhrif á meltingarkerfið, taugakerfið og vöðva.
Avókadó. Þessi ávöxtur reynist hundum eitraður, efnið Persin, sem hefur áhrif á vökvasöfnun líkamans og verður hún óeðlilega mikil, auk bólgna í kviðarholi.
Mjólkurvörur Mjólkurvörur eru ekki stórhættulegar fyrir hunda, en margir hundar og kettir líka, hafa ekki nægt magn af ensím til þess að brjóta niður laktósi (mjólkursykur) í mjólkinni. Þetta getur valdið niðurgangi. En til eru laktósi lausar mjólkurvörur fyrir hunda, t.d. þurrmjólk.
Myglaður eða skemmdur matur. Getur innihaldið eitur.
Sveppir. Sumir sveppir innihalda efni sem að hefur áhrif á heila- og mænusigg, getur valdið losta, sem getur leitt til dauða.
Laukur og hvítlaukur. (Hrár, eldaður og krydd.) Laukur inniheldur efni (sulfoxides og disulfides), sem hundar geta ekki melt vegna ensíms leysis. Ef hundur borðar magn af lauk getur það orsakað skemmdir á rauðu blóðkornunum og leitt til blóðleysis og dauða.
Döðluplóma/Persimónía. Fræ þessara ávaxtar getur valdið teppu í þörmunum og garnabólgu.
Plómur, Ferskjur, Epli og Apríkósur Inniheldur efni sem að hundurinn þolir ekki, getur valdið eitrun og leitt til sjoks og köfnunar.
Hrá egg Innihalda ensím sem kallast avidin, sem að minnkar nýtingu B-vítamín (biotin). Þetta getur leitt til húð og feld vandamála. Hrá egg geta líka innihaldið Salmonellu.
Hrár fiskur. Getur innihaldið thiaminem, og getur því leitt til lystarleysis, áfalls og í sumum tilfellum dauða. Algengara ef hrár fiskur sé gefin reglulega.
Feitur matur. Feitur matur er slæmur fyrir hunda. Hann getur valdið briskirtilsbólgu.
Salt. Ef að það er innbyrgt í miklu magni getur það leitt til ójafnvægis í líkama.
Sykraður matur. Getur leitt til offitu, tannvandamála og hugsanlega sykursýkis.
Tóbak. Tóbak er ekki bara hættulegt fyrir okkur mannfólkið. Það inniheldur nikótín, sem að hefur áhrif á meltingar-og taugakerfið. Getur leitt til of hraðs hjarslátts, dá og dauða.
Ger, lyftiduft og matarsóti. Getur þanið út magann og leitt til ójafnvægis elektrólyta í líkama hundsins. Getur orsakað gas í meltingarveginum, hjartabilun og krampa.
Xylitol gerfisætuefni
Plöntur. Það eru þónokkrar plöntur sem eru eitraðar fyrir hunda. þ.á.m. Humall (klifurplanta) og Aloe Vera, Nería (blóm e. oleander)
Annað sem ætti að varast að voffarnir komist í
• Lyf ætluð mönnum
• Kattalyf og meðöl
• Garðáburður
• Rottu-, músa-, skordýra- og sniglaeitur
• Laukplöntur (blóm og laukur)
• Rabbarbarablöð
• Sveppir
• Frostlögur á bíla, þvottaefni og önnur hreingerningaefni.
• Kartöflugrös