Hérna eru nokkrar uppskriftir úr blaðinu Dýrin mín ( Nr. 3 3. árgangur 2008 )
Ég ákvað að deila þessu með hundaeigendum - sjálf á ég ekki hund svo ég er ekki búin að prófa og líka nýbúin að fá þetta blað
Hundanammi
Lifranammi
- 450 g lifur
- 1 bolli heilhveiti
- 1 bolli kornmjöl
- 2 egg
- Lifrin skal maukuð í matvinnsluvél og þá eggjum, heilhveiti og kornmjöli bætt út í. Blöndunni hellt á bökunarpappír og bakað við 175°C í 20 mín en þegar helmingur bökunartímans er liðinn þarf að snúa namminu við. Eftir bakstur má skera nammið í hæfilega bita og frysta hluta.
Kjúllagott
- 2 bollar heilhveiti
- 3 msk grænmetisolía
- 1 bolli kornmjöl
- 1 hrært egg
- ½ bolli kjúklingasoð
- 1 bolli elduð og niðurskorin kjúklingalifur
- Hveiti og kornmjöli skal blandað saman en egg, olía og soð hrært í annari skál. Þurrefnum bætt út í eggjablönduna varlega og hrært vel, því nædy rt lifrinni bætt út í. Þá skal deigið hnoðað létt og rúllað út í ca 1 sm þykkt. Deigið er þá skorið í bita eða form og bakað í ofni bið 200°C í 15 mínútur. Geymist í kæli.
Túnfiskskökur
- 1 bolli kornmjöl
- 1 bolli haframjöl
- ¼ tsk lyftiduft
- 1 lítil dós af túnfiski í olíu
- 1/3 bolli vatn
- Mala skal haframjölið í matvinnsluvél þar til það er fínmalað og það síðan sett til hliðar. Túnfiskurinn í olíunni ásamt vatninu skal blandaður í matvinnsluvél ( ásamt olíunni úr dósinni ) og þegar það er orðið að fínu mauki skal bæta hinum innihaldsefnunum við og blanda þar til deigið verður að bolta og þá hnoðað í 2-3 mín. Deigið skal síðan hnoðað á borði þar til það er mjúkt. Deigið skal þá rúllað út í 0,5 – 1 sm þykkt og skorið út í bita eða form. Deigbitarnir því næst settir á smjörpappír og bakaðir við 175°C í 20-25 mín.
Sumargott
- 1 dós hrein jógúrt
- 1 banani
- 2 msk hnetusmjör
- 2 tsk hunang
- Bananinn er stappaður vel við hin efnin og blöndunni síðan hellt í ísmolaform eða litla bolla og fryst. Frábært á heitum sumardegi
Þetta er alveg eins og þetta var í blaðinu nema kannski að sums staðar breytti ég mínútur í mín. :D
En smá auka frá mér : Ég myndi nota piparkökuform og gera fallegt hjarta eða stjörnunammi handa hundinum þínum - svo fyrir sumargottið eru til allskonar flott ísmolaform ( t.d. í Ikea ) sem gerir gottið flott :D
Þetta er eflaust aðeins ódýrara þó þetta sé aðeins tímafrekara
Vonandi getið þið notað þetta :D
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D