Ég skil vel vandræði þín, ég hef sjálf verið með hunda alla æfi. Oft hefur fjölskyldan verið með allt að samtals 5-6 hunda (svaka stuð!!), sem oft hafa verið allir saman í pössun hjá einum fjölskyldumeðlim.
En núna erum við t.d. með mjög stóran hund og aðrir “hundafjölskyldumeðlimir” búa úti á landi. Þessi stóri hundur okkar er að verða dáldið fullorðinn og þolir hvorki mikil ferðalög eða rask. Og við treystum svotil engum til að passa hann. Það er svo hræðilega erfitt að skilja hundinn sinn eftir hjá öðrum, jafnvel þeim sem maður treystir.
Gættu óskaplega vel að þér þegar þú færð pössun fyrir voffa þinn, sérstaklega þar sem hann er farinn að reskjast. Hundar verða ennþá viðkvæmari fyrir breytingum og fjarvistum með hækkandi aldri :( Er einhver möguleiki á að þú getir tekið hann með þér þangað sem þú ferð í sumar? Eða ertu að fara úr landi?
Ef þú verður að skilja hann eftir, hugsaðu þig vel og vandlega um áður en þú færð manneskju til að passa. Íhugaðu jafvel að fá viðkomandi til að hafa hundinn inni á sínu eigin heimili. Enginn hundur hefur gott af því að vera einn í heilan dag, en að vera einn heima með rétt svo heimsókn til að borða/kúka/pissa gæti hreinlega eyðilagt hundinn. Þetta er hægt með ketti, en ekki hunda. Ég allavegana vona að þú hafir verið að spyrjast fyrir um manneskju sem getur haft hundinn hjá þér. Einna helst myndi ég mæla með því að reyna að fá fjölskyldumeðlim, systkini eða álíka til að líta eftir honum, eða einhvern sem þú þekkir mjög vel og treystir 100%. Ef þú hefur engan svoleiðis sem vill taka þetta að sér, þá vil ég biðja þig um að útiloka ekki hundahótelin. Ég hef að vísu bara einusinni, fyrir mörgum árum, nýtt mér hundahótel í 3 vikur af verulega illri nauðsyn. En ég hafði góða reynslu af þessu ákveðna hundahóteli sem var bara sveitabær sem eldri hjón bjuggu á, ég held það sé löngu búið að leggja það niður, fékk hundinn alveg mjög hressann og góðan til baka :) Ég veit annars ekkert um hin hundahótelin, en ef til þess kemur farðu og skoðaðu aðstæður og talaðu við þá sem reka það, áður en þú tekur ákvörðun.
Æi, ég vona að þetta gangi vel hjá þér og voffa.
kv.
L.