Hæ öll sömul!
Ég hef átt frábæran Golden Retriver um nokkurra ára skeið og nú fer að styttast í “getumörkin” hjá þessum vini mínum og vegna þess tíma sem ég hef átt með þessum vini mínum get ég ekki hugsað mér annað en að reyna allt til að eignast hvolp sem frá honum er kominn. Þessi vinur minn heitir Kaffon, er níu ára gamall og er undan Skunda og Dollý. Er einhver þarna úti sem getur hjálpað okkur vinunum og komið Kaffon í kynni við einhverja viðfeldna vinkonu? Það eina sem við förum fram á er að fá að halda einum hvolp hér hjá okkur!
Blessuð hafið þið samband!