Halló allir hundaeigendur. Ég er nýr hundaeigandi, með lítinn 4 mán. shcafer tíkar-hvolp sem er algjört æði. Áhyggjuefni mitt er samt að mér finnst eins og hún fái krampaköst í svefni. Hún á það til að titra eða kiprast í fótunum og ranghvolfa í sér augun í svefni. Er þetta eðlilegt eða ???? Hún er ekkert að froðufella eða neitt svoleiðis og þegar ég hef hrist hana og vakið hana út af þessu virðist hún alls ekkert óáttuð né hrædd eða reið, aðeins ringluð á að vera vakin. Er ég að hafa einhverjar óþarfa áhyggjur??