Ég er að spá í því hvort að fyrir hundi sé sá sem er með hann frá því að hann sé hvolpur og eitthvað áleiðis sé húsbóndi hans það sem eftir er. Nú hefur það alveg komið fyrir að hundar skipti um eigendur og hefur það skilað mismunandi árangri. Ég er persónulega á því að böndin milli hunds og húsbónda slitni ekki svo auðveldlega.
Ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum er sú að bróðir minn á hund sem er 2 ára. Hann var voðalega duglegur að vera með hann svona rétt í byrjun en svo hefur áhuginn á hundinum minkað talsvert og í dag er eins og hundurinn skipti hann nánast engu máli lengur. Þegar að foreldrar okkar hafa verið á landinu er það pabbi sem sér um að fara með hundinn út svo að hann fái hreyfingu en nú þegar að foreldrar okkar eru erlendis allavega yfir veturinn og ég og bróðir minn búum saman þá er það algjörlega á minni ábyrgð að hugsað sé um hundinn. Ég fer með hann í göngutúr daglega nema þegar að ég treysti mér ekki til þess,komin 7 mánuði á leið og misupplögð gat til dæmis ekkert farið með hann út þegar að snjórinn mikli var hérna um daginn og bað ég bróður minn um að fara með hann í staðin en hann gerir það ekki, ég baða hann og snyrti hann og sé um að gefa honum að borða og að matur sé til fyrir hann. Það er einmitt eitt sem að ég hef svolitlar áhyggjur af og það er hvað hundurinn er lélegur til matar. Matardallurinn hans er alltaf inni í skáp svo að hann komist ekki í hann hvenær sem honum henntar og eins til þess að forða einum kattanna á heimilinu frá því að borða hundamat og fá niðurgang (það hefur gerst). Þegar að ég gef honum að borða þar ég að standa yfir honum og peppa hann upp í það að borða svo þarf ég að hrósa honum allan tímann yfir því hvað hann sé duglegur að borða, ef ég geri þetta ekki þá borðar hann ekki. Hann er grannvaxinn og tókst mér að bæta aðeins utan á hann ekki fyrir svo löngu síðan en nú er það allt farið aftur og mér finnst hann vera að hrynja í sundur. Það eina sem að mér svona dettur í hug að sé að er það að hann gæti hreinlega bara verið þunglyndur því ég veit hann lítur upp til bróður míns og hann vill eyða með honum tíma en hann gerir nákvæmlega ekkert með hundinum. T.d. síðustu 3 mánuði hefur hann farið með hundinn 4 sinnum út. Þessi hundur þarf að fara daglega út!!! (eins og aðrir hundar reyndar). Mér er farið að finnast hundurinn leita meira og meira til mín eftir athygli og væntumþyggju. Hann gegnir mér alveg jafn vel eins og bróður mínum ef ekki betur og fór ég svona að spá í því í gær hvort að hundurinn væri ekki bara hreinlega orðin hálf ruglaður í húsbóndamálum sínum. Það eina sem hann er með bróður mínum er að hann sefur uppi í rúmi hjá honum og sefur hann því oft þarna inni hjá honum því hann má ekki koma upp í rúmið mitt. Ég sé svo fram á það að hundurinn fái ekkert að fara út í framtíðinni því það fer að styttast í fæðinguna hjá mér og ekki er víst að ég meiki að vera að fara í göngutúra komin alveg á steypirinn og svo veit ég að ég mun ekki fara með hann eftir að barnið er komið í heiminn, allaveg ekki til að byrja með.
Þekkir einhver þetta mál með að hundurinn sé svona latur til matar? Vitiði eitthvað meira um húsbónda mál hunda en ég? Gott væri ef einhver gæti ráðlagt mér eitthvað í þessum málum.