Ákvað að prufa að skrifa mynd um hundinn minn, hann Leonardo DaVinci :P
Núna í september vorum ég og kærastinn minn farina ð hugsa um að fá okkur hund. Okkur langði mjög mikið í Stóra Dan og ákváðum að stefna á það næsta sumar að safna okkur fyrir þannig hvolpi því þeir eru of dýrir fyrir okkur meðan við eigum engan pening. Síðan vorum við farin að horfa eftir hundum og hvort það yfði eithvað got árið 2008.
En síðan fór ég með kærastanum mínum á sveitabæ hérna lengra inní dalnum þar sem ég á heima, og þá var einn hvolpur þar, alveg rosalega sætur! Bekkjarsystir mín hafði fengið bróður hans og hinn bróðir hans hafði farið eithvert annað. Og okkur fannst hann svo sætur að við vorum að deyja hvað okkur langaði mikið í hann. Síðan fórum við nú að skoða málið með að fá hann því hann var svo rólegur og yndæll alltaf við okkur. Síða fórum við heim og hugsuðum málið en fórum svo aftur dagin eftir að klára að laga bílinn hjá kærastunum mínum eithvað. Ég var alveg kolfallin fyrir hvolpinu svo við fórum að spyrja hverjir foreldrarnir væru og þeir sögðu okkur hver móðirin væri, það var frekar grannvaxin Border Collie tík, alveg eins og hann á litin. En þeir vissu ekki hver faðirinn væri, það koma bara íslendingar til greyna því annar bróðir hans var mórauður, og við rákust á hund þarna sem hefði getað passað að væri faðirinn.
En það skipti okkur ekki miklu máli, og ég var að knúsa hann og gefa honum eithvað snarl og kela við hann allan tíman meðan þeir voru að laga bílinn, en síðan þurfti ég að fara en kærastinn minn varð eftir. Síðan kom hann heim stuttu eftir, hundslaus. Ég varð svolítið sár því hann var eiginlega búinn að ákveða að taka hann, en við ákváðum síðan að hugsa þetta aðeins betur þar sem við búum heima hjá mér og ég er í skóla enþá.
Og síðan dagin eftir vorum við alveg ákveðin, við fórum aftur á bæinn og tókum hvolpin litla. Eina skilyrðið var að við þyrftum að fara vel með hann og vera góð við hann og aldrei nokkurntíman gera honum eithvað illt, auðvitað samþykktum við það með glöðu geði. Og síðan héldum við heim með hann.
Þegar við komum heim var hundur í heimsókn sem frænka mín á, blendingur að poodle og terrier, og þeim líkaði vel saman þó svo að terrierinnværi svolítið mikið eldri. En síðan kom að því að kynna hann fyrir gamla hundinum sem að foreldrar mínir eiga og ég líka, það er 2 ára gamall blendingur af Rough Collie(lassí), íslending og smá border collie. Hann tók honum bara vel miðað við hvað við héldum.
Þennan sama dag fórum við að smala og tókum litla seppa með, og síðan var ég með hann í ól til þess að hann myndi ekki hlaupa útum allt og hræða kindurnar eða eithvað þannig. Síðan eftir smá stund komum við að hrúta hóp, og einn hrúturinn vildi ekkert halda áfram, ég var búin að öskra lengi á hann en ekkert virkaði svo hann myndi halda áfram, síðan tók ég spítu sem ég hélt á og potaði í bakið á honum, og viti menn! Hrúturinn rauk í mig en ég náði að stoppa hann með spítunni. Þá kom hvolpurinn og gelti og urraði á hann þangað til að ég hlaup að honum og hljóp með hann aftur uppí bíl. Þarna komst ég að því hvað þetta var tryggur hvolpur.
Við vorum lengi að velja rétta nafnið á hann, en að lokum ákváðum við að Leonardo væri flott nafn á hann, en við ákváðum líka að kalla hann alltaf Leo svo hann yrði fljótari að læra nafnið sitt. Og núna kemur hann alltaf þegarmaður kallar á hann, hann kann að sitja og smalar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað! Þetta er lang gáfaðasti hundur sem ég hef nokkurntíman átt! Hann hætti að kúka og pissa inni eftir 1-1og hálfa viku, nátturlega koma slys ef maður hleypir honum ekki út þegar hann er búinn að væla og krafsa í hurðina lengi en það er mjög sjaldan.
Hann kann líka að opna útidyrahurðina sjálfur, án þess að fá nokkra leiðsögn, það er ágætt þegar maður nennir ekki að standa upp og hleypa honum inn, en líka alltaf þegar maður gerir það ekki þá hleypur hann uppí herbergið mitt og leggst í rúmið þar! Það er eini gallinn við þetta, en það er líka mér og kærastum að kenna, við leyfðum honum öðru hverju að kúra hjá okkur(A)
en núna nenni ég ekki að skrifa meira, hehe þetta er líka orðið alltof langt!
Ég sendi kannski inn mynd af honum við tækifæri!