Mig langar að forvitnast hvað eigendur gera
við hunda sína sem eru síðhærðir á veturna
í öllum snjónum. Núna er rosalega djúpur snjór,
nær hundinum mínum alveg uppað bringu og hann
er með sítt hár á löppum og þegar hann kemur inn
eru hangandi klakar (næstum grýlukerti) í löppunum
og stundum eyrunum þegar hann er búnað vera að velta
sér. Ég hef verið dugleg að hreinlega nota blásara
á eyrun hans til þess að það fari ekki vökvi inn í
þau þar sem hann hefur fengið eyrnabólgu greyið.
Svo tók ég uppá því að klippa lengstu hárin á
löppunum á honum,… Ef ég klippi of mikið af
löppunum er þá ekki meiri sjens á að honum verði
kalt?
Hvernig fariði að? Er ekki rétt hjá mér að nota
hárblásara uppá að passa að hann fái ekki eyrnabólgu
aftur? Heyrði að eyrnabólga væri ein af þessum
sjúkdómum sem koma aftur og aftur ef hundur hefur
á annað borð fengið hana.

Annað…

Hvernig er Öskjuhlíðarsvæðið þessa dagana í snjónum?
Er drullan föst undir snjónum eða er morandi drulla?
(Þar sem sumir hundar eru að grafa sem er eðlilegt.)