Ég á Cavalier King Charles Spaniel sem er að verða eins árs í júlí. Ég átti Weimaraner í all mörg ár hér áður fyrr.
Ég fékk Cavalierinn þegar hann var tveggja mánaða gamall. Alveg síðan þá hef ég verið að reyna að kenna honum svona basic hluti, eins og að sitja, liggja og vera á mottuni þegar hann kemur inn. Hingað til er hann bara búinn að læra að sita. Hann veit alveg að hann á að vera á mottunni þegar hann kemur inn. Ég hef sagt honum það 5-10 sinnum á dag í ca 9 mánuði. En þrátt fyrir það, þá fer hann alltaf hægt (eða hleypur í sínu hysterísku kasti) framhjá mottunni, eða sest á gólfið við hliðina á mottunni vegna þess að hann vill alls ekki hlýða.
Mér finnst hann ekki alveg eins og hann á að vera. Það eru fleiri dæmi um hversu einkennilega hann aktar. Til dæmis þá verður hann alveg hyper á hverjum morgni þegar hann sér mig, hoppar á mig og geltir. Ég hef ekki gert annað en að reyna að láta hann hætta að hoppa uppá fólk, en hann heldur bara áfram, sama hversu mikið ég banna honum það. Ég hef sagt öllum gestum sem koma í heimsókn að banna honum að hoppa um leið og hann hoppar, og hrósa honum heldur þegar hann hoppar ekki. En það gengur ekki.
Hann borðar líka sjaldan matinn sinn. Ég hef reynt að hafa það sem reglu að hann má ekki borða eftir klukkan fjögur á daginn, því þá vaknar hann á nótinni og vill út.
Ég launa honum alltaf þegar hann gerir eitthvað rétt og er góður.
Ég fer út að labba með hann 3-5 sinnum í viku.
Ég hef prófað allt til að reyna að láta hann hlýða.
Það er eins og allir hlutir komi honum alltaf jafn mikið á óvart. “Ligg, ha, hvað er það?”, “ HEY! Afhverju ertu að taka matinn af mér þótt ég sé ekki búinn að borða?! En skrítið”.
Mér hefur látið detta mér það í hug hvort að hundar geta haft ADHD, en er ekki viss. Gæti hann verið ofvirkur af einhverju leiti? Eða einhvernskonar veikur?
Þetta er komið á það alvarlegt stig að ég er að hugsa um að hringja í ræktendann og fá hana til að finna nýjann eiganda. En samt langar mér það ekki.
Plís, hjálp!