Ég ætla að skrifa smá um hundana í costa rica..!
Jæja hér þá getur hver sem er haft hund og enginn veit um það !
Það er mjög mikið um götuhunda :( ,Því fólk eignast hvolpa og síðan hendir þeim útá götu !!
Flest af þeim eru kvenkyns því enginn vill þannig hunda að því þeir nenna ekki að díla við hvolpa! og hafa kannski ekki efni á aðgerð til að fixa hana..!
En síðan er fólk sem fær sér hund bara til þess að fá sér hund og þú getur séð hund í næstum öllum húsum sem þú labbar fram hjá ..og flestir hugsa ekki vel um hundana sína..!
Vinkona mín á 2 hunda, hún fær sér bara hund af því að þeir eru svo sætir þegar þeir eru hvolpar! Síðan núna á hún einn Akita hvolp sirkað 6 mánaða hann er bundinn í garðinum allan sólarhringinn og er allveg hryllilega horaður!! Enginn sínir honum athygli ! Nema ég held að ég sé sú eina sem kemur út að leika við hann og svona..:(
Síðan eiga þau annan ekki husky en samt snjóhund hvítann og mjög loðinn..;)
Nema hann er bundinn úti við hliðið allan daginn og nætur og fær heldur enga athygli og er líka svona horaður eins og hvolpurinn :( og þetta eru bara nokkur dæmi um hundana hérna
Síðan þegar ég er í skólabílnum heim þá sé ég marga svona hunda bundna úti og þeir eru svo horaðir að maður getur séð hvert einasta bein og kannski er rigning og þeir bundnir þarna úti, en ef þeir eru ekki bundnir eru þeir kannski fyrir framan húsið (það eru járnhlið fyrir framan öll hús) já þeir eru kannski lausir þar og síðan kemur eigandinn heim og hundurinn verður allur glaður og svona að sjá hann og þá bara lemur hann hundinn og öskrar á hann að þegja og drullast í burtu eða eitthvað þannig :(
Síðan hef ég séð bara litla saklausa hvolpa á götunni t.d labrador,pit bull,shar pei,border collie og fullt af öðrum hvolpum :(
Og ég hef nú verið að fara með nokkra hunda út að labba fyrir fólk sem tekur þá ekki út!:)
En Síðan er líka fullt fullt af fólki sem dekrar hundana síðan rosalega og hugsar mjög vel um það ;)
En varð bara að deila þessu með ykkur !!!=D
Takk Takk…- ef þið nenntu að lesa þetta ;)
Cindarella;**