Hundurinn minn, sem heitir Lóa, er tík blönduð íslenskum og Border Collie. Við fengum hana gefins frá fólki sem foreldrar mínir þekkja og var hún þá nokkra mánaða gömul (ég man það ekki alveg) en það var um svona maí 2005. Hún fæddist þann 18. febrúar 2005 þannig að ég held að hún hafi verið svona sirka 3 mánaða.
Lóa er ábyggilega besti hundur sem hægt er að hafa, hún er alltaf til í að leika sér og vill alltaf fara út í göngutúr, enda förum við út með hana sirka 4-5 sinnum út á dag. Hún kemur mjög oft uppí rúm til mín og sefur hjá mér og stundum er hún bara undir rúminu mínu og hoppar svo uppí til mín til þess að vekja mig :).
Þar sem foreldrar mínir eru heyrnarlausir og geta ekki talað þá höfum við kennt henni svolítið táknmál og hlýðir hún lang oftast, nema þegar hún er eitthvað óróleg (eins og þegar hún vill fara út). Við höfum einu sinni sent hana í námskeið og lærði hún eitthvað smá þar en svo höfum við ekki farið með hana í neitt annað námskeið og hlýðir hún okkur mjög mikið.
Þegar við fengum hana, þá bjó köttur á heimilinu og Lóa vildi vera vinur hans en kötturinn var mjög ósáttur (kötturinn var nýbúinn að strjúka að heiman í marga mánuði en far ný fundinn þegar við fengum lóu) og strauk hann aftur nokkrum dögum seinna :(. En svo gerðist það að það fannst köttur úti sem mamma og pabbi vildu endilega taka að sér og við fengum hann og skýrðum hann Snúð :P. Þessi köttur var snilld, reyndar var þetta kettlingur sem hafði verið hent út því hann fannst yfirgefinn á laugarveginum, hvítur og var hann heyrlarlaus. Fyrst kom Lóu og Snúði ekki vel saman, Snúður vildi vera vinur Lóu en Lóa var alls ekki sátt með það en svo nokkrum dögum seinna voru þau bestu vinir :D. Við pössuðum alltaf vel uppá að Snúður mundi ekki fara neitt út en svo gerðist það eitt kvöldið að hann slapp út án þess að einhver sá og þá varð hann fyrir bíl og dó :(. Lóa varð mjög sorgmædd því hún vissi að Snúður væri ekki neinstaðar hjá sér og svo þegar hún sá Snúður var dáinn vildi hún ekki mikið leika sér í nokkra daga.
En nú í dag er Lóa besti vinur fjölskyldunnar okkar og hefur mjög gaman að því að leika sér og sérstaklega við gesti. Við höfum átt mörg gæludýr og er Lóa án efa besta dýrið sem við höfum átt.
Vil bara þakka fyrir mig. :)