Eftirfarandi frétt mátti finna á vefsíðu Morgunblaðsins í dag:

Erlent | AFP | 04.11.2001 | 17:37

Hundar á Spáni limlestir
Lögregla á Spáni rannsakar hrottalega meðferð á 15 hundum í Tarragona í norðausturhluta landsins. Talið er að fólk hafi brotist inn í hundabyrgi á föstudagskvöld, bundið hundana, breitt ábreiður yfir þá og sagað af þeim loppurnar. Starfsmaður dýrasamtaka kom að dýrunum illa útleiknum, sum höfðu drepist en önnur þurfti að svæfa.


Svona hryðjuverkastarfsemi verður að taka hart á og refsa fólkinu hatrammlega fyrir illvirkið, réttast væri að dæma hvern þann mann sem stóð að þessu í minnst 20-30 ára fangelsi ef ekki ævilangt til þess að gefa skýr skilaboð um það að svona hatursglæpir verði ekki liðnir í landinu.

Auka þarf vernd í kringum hundabyrgin og hafa þar vopnaða verði til þess að tryggja að svona gerist ekki aftur. Setja þarf upp myndavélar inn í hundabyrgin sem og að þjálfa hundana ef mögulegt er gegn árásum af þessu tagi.