Llithias: þú hlýtur að vera að grínast með að hafa skilið hundinn eftir í 2 vikur ? Ég trúi ekki öðru, hundar þurfa hreyfingu og umhyggju,´og það er ekki að ástæðulausu sem þeim er líkt við börn.
Þó svo að þeir geti verið einir í langann tíma, þá er ekki þar með sagt að það ætti að gera það, mér finnst það mannvonska og varða við dýraverndunarlög.
Annars skildi ég minn hund stundum eftir í bílnum í 1-2 tíma á meðan ég fór að versla eða sinna einhverjum erindum, en ég passaði ALLTAF að vera búin að viðra hana fyrst, þannig að hún þyrfti ekki að gera þarfir sínar á meðan, og passaði líka að hafa rifu á glugganum svo að hún fengi ferskt loft, og skildi bílinn alltaf eftir í skugga.
Ég skildi hana aldrei eftir í bílnum ef að það var kalt úti. En hún virtist nú bara hafa verið að horfa út um gluggann eða hafa sofið á meðan.
Mitt mat .. 2 tímar hámark ef að það eru aðstæður til. Ekki of heitt né kalt, ferskt loft og ekki mikil umferð í kringum bílinn.