Border Collie er ein af þeim u.þ.b. 400 hundategundum(afbrigðum) sem til eru í heiminum og er líka ein af þeim algengustu.
Hundurinn er mjög orkumikill og áhugasamur, mjög blíður að eðlisfari, afar þrautseigur og hefur mikið úthald. Hann þarfnast mikillar hreyfingar og er ekki mikið fyrir borgarlíf.
Border Collie hundar lifa nú orðið bæði í borg og sveit. Þeir búa vanalega annað hvort í íbúðarhúsi í byggð sem gæludýr eða þá í sveit og er þá mjög oft notaður sem smalahundur eins og forðum og er það mjög mikið gert nú til dags og er það enn þá í meiri hluta.
Helsta fæða þeirra er nú bara sá matur sem þeim er gefinn en það er oftast bara þurrmatur en líka hundamatur úr dós eða ýmiskonar afgangar sem til falla. Reyndar éta þeir flest annað, eins og brauð grænmeti og jafnvel skít annarra hunda en best finnst þeim þó kjötafurðir sem þeim hefur vanalega verið gefið allt frá upp hafi en þá fengu þeir nú bara afganga og var það oftast kjöt.
Hæð Border Collie hunda er oftast á bilinu 50-55cm en hæð tíka á bilinu 47-52cm.
Liturinn á hundunum getur verið misjafn. Til eru allavega 4 litaafbrigði, það eru tvílitur(svartur og hvítur),þrílitur(svartur, hvítur og ljósbrúnn),brúnn(hvítur og brúnn) og “merle”(bláleitur og oftast hvítur með). Hvíti liturinn á hundunum, sem er nánast á öllum Border Collie, eru á bringunni, í kring um hálsinn og á fótunum. Þegar hundurinn er þrílitur(tri-colour) er hann eins og tvílitur nema hann er með brúna bletti í andlitinu við munnvikin og á fótunum en oft eru það fullt af litlum blettum á fótunum. Hann er líka með bletti á maganum og á skottinu en sumir eru með brúna bletti yfir augunum og var talið að hundar með þannig bletti væru mjög góðir malahundar. Þessir brúnu blettir yfir augum eru kallaðir fjáraugu. En hvíti liturinn má aldrei vera ríkjandi litur.
Þyngd hundsins er vanalega á milli 14-22kg. Lífslíkur þeirra eru einhversstaðar á milli
12-14ár.
Hvolparnir sem tíkurnar gjóta eru vanalega milli 4 og 8 í hvert skipti og geta þeir verið í alls konar litamynstrum nema það eru alltaf sömu litirnir og annað hvort foreldrið.
Border Collie er mjög greindur hundur og mjög auðvelt að þjálfa hann. Hann verður mjög háður eiganda sínum og er ekki mikið að spá í ókunnuga. Hann er mjög barngóður, er engan
veginn árásargjarn og hann er ekki feiminn. Hann hefur mjög gott lyktarskyn og er þekktur fyrir sjón hæfileikana sína. Hann þolir líka mjög mikinn kulda. Hann hefur mikið úthald og
er þrautseigur en þó getur hann stundum orðið svo æstur í leiknum að hann missir alla sjón til
hliðanna og gæti þess vegna hlaupið á hluti í grenndinni.
Þeir eru mjög leikglaðir og áhugasamir.
Border Collie hundar eru taldir með bestu fjárhundum í heimi vegna hæfileika þeirra við smölun. Þeir nota sjónhæfileika sína í raun til þess að dáleiða kindina og
getur þannig látið kindurnar hreyfa sig og snúa. Á meðan hann vinnur hniprar hann sig niður rétt hjá kindinni og starir lengi í augun á kindinni, eins og hann sé að dáleiða hana og læðist svo um mjög hægt og rólega eins og veiðihundur og smalar henni eins og hann vill.
Border Collie hundurinn á uppruna sinn í Noregi(er talið) og var notaður til að gæta hreindýra. Hann fylgdi svo víkingunum til Bretlands og blandaðist við hundastofninn þar.
Þrátt fyrir að menn hefðu notað hundana til smölunar í
mörg, mörg ár þá var hundinum ekki gefið nafn fyrr en árið 1915.