8. Júlí 2005 fengum við lítinn bröndóttan kisuling á heimilið, sú littla var skýrð Cleo Laine eftir jazz söngkonunni. Hún kom inní littlu íbúðina taugastrekkt og óróleg, en einhvernveginn tókst mér að svæfa littla krílið í lítilli körfu með teppi sem móðirmín hafði saumað.
Hún þroskaðist hratt og á morgnana kom hún ávalt upp í rúm purrandi mjálmandi og sleikjandi á manni allt hold, helst vildi hún kúra í hálsakoti. það fannst henni svo sannarlega gott, og eyddi öllum sínum tíma i svefn og vesen.
27. Desember 2005 fengum við svo hana yndislegu labrador tíkina Týru, hún var ljós á lit og afskaplega falleg, allir elskuðu hana, hún var vön að fara með pabba í vinnuna og heilsa upp á öllum og allir tóku svo vel á móti henni, jafnvel nágranninn elskaði hana því hún var vön að hlaupa til hans og heilsa uppá hann á morgnana, með skottið littla á fullu.
Cleo var nú ekki glöð með þetta flykki og hélt sér bara í herbergis-álmunni frá hundinum sem ekki mátti koma þangað. Týra var samt dugleg að lauma sér inní álmuna og heilsa upp á okkur. Cleo var vön fyrstu mánuðina að hvæsa og slá á trýni Týru þegar að hún nálgaðist hana gjörsmlega ekki sammála þessu öllu umstangi. Hún var littla ljósið okkar. Hún jafnvel hertók körfuna hennar Cleo og tróð sér í hana og svaf, þó hún var orðin alltof stór í körfuna fór hún ávalt í hana og svaf sem fastast í hnipri eða eitthvað lak útúr henni.
Eftir um tæpa fimm mánuði fór Cleo að leika sér í stofunni, og jafnvel með Týru, við eigum eitt myndband af þeim þar sem cleo liggur og er að ellta skottið á týru sem slæst fram og tilbaka og jafnvel oft framan í vesalings Cleo sem hélt bara áfram til að Týra stóð upp og Cleo hoppaði í burtu. Þetta voru bestu mánuðir lífs míns.
1. í fór allt á hinn versta veg. Týra hafði ælt um morguninn matnum sínum og heldum við það bara vera fljótfærni í henni þar sem hún gleypti upp allt á einni sekondu. ég kom úr skólanum fyrr en venjulega og fór heim. Þá var pabbi heima að passa Týru og svo stuttu seinna fór hann að vinna, ég var ein heima.
Týra tók eitt kast og hljóp út um allt og ég skammaði hana pg hún svarð sorry svo ég setttist á gólfið og klappaði hennni aðeins. Svo fór hún að sofa hliðiná skrifstofuborðinu í stofunni og ég fór í tölvuna.
Svo fóru að heyrast væl og ýlfur frá Týru og hún hristist öll og skalf, augun hennar voru lokuð en ég flýtti mér á gólfið hliðiná henni og byrjaði að klappa henni og sussa á hana að reyna að róa hana niður því ég hélt að þetta var bara martröð þar sem hún var með lokuð augu, en hún vildi ekki hætta að ýlfra. Ég tók upp símann og hringdi í pabba þar sem það voru bara tttugu mínútur frá þvi að hann hafði farið. ég sagði: “Pabbi, það er eitthvað að Týru hún ýlfrar og ýlfrar hún vill ekki hætta” ég var í algjöru panikki.
Hann sagðist ætla að snúa við og hringja í dýralækni. ég slökkti á símanum og lagði hann frá mér og tók Týru upp í fang mitt og reyndi að róa hana niður, eftir aðrar tvær mínútur hringdi ég í pabba: “Hvar ertu, hún vill ekki hætta, það er eitthvað að,” ég var farin að tárast. “Ég er á leiðinni, bíddu róleg, reyndu að hnoða hana og gá hvort það virki, hvort hún sé að kafna á einverju, hún var með einhverja helvítið spýtu uppi í sér áðan” Ég sagðist reyna það. Ég lagði hana frá mér og hóf að hamast á henni og reyndi að opna munninn á henni, en hún hélt áfram að ylfra, svo ég hóf að fake-gráta því það virkaði alltaf að hún vaknaði og sleikti mann í framan, en svo gerðist það ekki, hún ýlfraði áfram. Ég tók hana upp í fang mér og skyndilega hætti hún að ýlfra.
Ég lagði hana frá mér og hamaðist á því að reina að lífga ahna við. Hún var hætt að anda og var alveg stíf, með augun opin og tungan lafði út. Ég hringdi í pabba í síðasta sinn og sagði: “Hún er dáin, Týra er dáin, hún er hætt að anda ég hef reynt allt” ég var hágrátandi. “Ég er á leiðinni, ég sendi Gumma Emils og Þröst til þín (vinnumenn) og þeir reyna hvað þeir geta, farðu inn til þín og ég kem innan 10 mínútna”
Ég gat ekk bara skilið Týru eftir svona svo ég var hjá henni og öskraði “Nei” yfir líki hennar.
Hún var farin, horfin að eilífu.
Ég öskraði af mínum lífs og sálarkröftum, afhverju hún væri farin, nei og allt slíkt. ég var ótrúlega sár, ég var rauðbólgin í andlitinu, ég stóð upp og akkurat komu vinnumennirnir inn og hlupu til Týru.
Mamma mín hringdi rosalega glöð í bragði, hún vissi ekki neitt, ég stoppaði gráturinn, ég gat ómögulega farið að segja henni frá svo ég sagðist ætla að hringja í hana seinnna, hún spurði hvort það væri ekki allt í lagi og hvort þetta væri alvarlegt, ég sagðist bara ætla að tala við hana seinna. Angelica systir mín kom inn alveg með hæ-ið á háu nótunum, ég sat á ganginum hágrenjandi og vinnumennirnir yfir littlu Týru. Hún labbaði til mín og beygði sig og spurði hvað væri að gerast ég svaraði: “Hún er held ég dáin, Týra er dáin” Hún stóð upp og labbaði að Týru, hún var enn með opin augu og tungan lafði æut vegna misheppnaðra tilraun hjá mér við að loka þeim, augun vildu ekki lokast þau opnuðust alltaf aftur.
Og tungan skaust alltaf út aftur.
Svo kom pabbi sagði vinnumönnunum að fara aftur í vinnu og klappaði kollinum á Týru og sagði: “Afhverju gerði hún okkur þetta?”
Svo kom Jmg (önnur systir mín) og ég gleymi aldrei sviounum á þeim systrum þegar þeim var sagt frá dauða Týru, og hljómurinn í röddinni hans pabba í símanum.
Svo þurfti eg að segja mömmu. Þða var erfitt, hún hætti fyrr í vinnunni og fór með pabba til að kryfja Týru á Keldum. Það var erfitt að sjá Týru deyja, en að sjá pabba gráta var sársaukafullt og erfitt, hann bað okkur um að þrífa allt, öll hár, hann vildi ekki sjá hárið hennar þegar að hann kæmi aftur. Ástandið á okkur systrum var svo að við vildum ekki hreyfa okkur, JmG rétt moppaði yfir en ekkert gátum við meira gert
Ég grét og grét, ég mátti ekki heyra í ýlfri í hundi næstu vikur ég hugsaði svo mykið um Týru littlu.
Ýmyndin er ekki farin úr huga mínum ég græt ennþá. Þetta var svo brátt, svo erfitt.
ég býst við að það eins em ég hafði þurft að gera væri að opna mig og segja frá frekar en að leggjast upp í rúm í þunglyndi.
1.Júní 2006 14:45 7.11.'05- 1.06.'06
Vika í viðbót og hún hefði orðið sjö mánaða,
Hvíl Í Friði
Kveðja
Berglind