Hundarnir sem ég hef átt. Hundarnir sem ég hef átt.


ég átti heima útí sveit þannig að ég tel upp hundana sem hafa verið í minni sveit. Amma mín og afi eiga samt nokkra hundana.


Alfreð: Íslenskur fjárhundur, afar skemmtilegur og góður. Eitt sinn bjargaði hann frænda mínum frá druknun. Svo varð hundurinn fyrir Traktor, dýralæknirinn kom og þurfti að lóga honum.

Brúnó: Blendingur, ég man ekkert rosalega vel eftir honum, en það eina sem ég man var að honum var lógað ári á undan alfreð.

Jakob: Jakob var besti hundur í heimi, góður, rólegur og gáfaður. Hann kunni að fara í eltinga leik og svoleiðis, s.s. ekki bara elta heldur líka flýja.
Hann var svo rólegur í æsku að þegar fólk kom í heimsókn átti það bágt með að trúa því að hann væri bara eins árs. einu sinni fórum við systkinin og Jakob með á næsta bæ og við mættum hundi sem gelti og urraði, við urðum hrædd enda bara ung, en Jakob gelti og urraði á móti og rak hann í burtu. Jakob hefur alltaf unnið slagi við aðra hunda (nema snata því hann var klikk, Jakob hann flúði bara) Jakob náði 12 ára aldri og var síðan lógað.

Kormákur: Border Collie smalahundur, frekar æstur og var alltaf að stinga af og hafði slæm áhrif á annan hundinn okkar, snata (sem kemur að á eftir). Hann hafði gaman af því að bíta og vera klikk en honum var lógað á sama tíma og snati.

Snati: Blendingur, Alveg snarbrjálaður hundur (ég meina ég hef heyrt um hvolpalæti en ekki alveg svona, þetta var meira líkt hundaæði), sleit sig úr keðjum, var bítandi og klórandi, fór alltaf á flakk og drap meira að segja eitt lamb (s.s. ekki í smalaríi). Kormákur hafði afskaplega slæm áhrif á hann. Þess má geta að Jakob grenntist nokkuð á meða lífi snata stóð (2 ár), vegna eltinga leiks og slagsmála.

Birta: Border Collie, afskaplega góður hundur. Hún eignaðist 7 hvolpa með flækings hundi. En birtu var lógað eftir 4 ár.

Húni: Hreinræktaður íslensku fjárhundur, hvolpalætin vöntuðu ekki. Hann er ennþá á lífi og er alveg sallarólegur enda orðinn 6 ára. Þessi hundur hefur mikla kynhvöt og riðlast nær á öllu sem hreyfist. Þess má geta að þessi hundur er skít hræddur við kindur.

Jakob kom inní æfi Alfreðs en Alfreð dó skömmu seinna. Kormákur, Snati, Birta og húni voru öll á lífi er Jakob var á lífi. En húni er ennþá á lífi.
“All work and no play makes Jack a dull boy.”