Dimma :) Ég ákvað að skrifa grein um hana Dimmu mína afþví að hún er hreinlega frábærasti hundur í heimi!! :D( ásamt Seifi,, en ég kynntist honum ekkert sérlega þar sem að ég átti hann með afa mínum og ömmu minni)

Hún Dimma er svartur labrador(hollensk tegund) og hún er 4 ára og á afmæli 26.apríl. Hún er mest frábærasti hundur sem hægt er að hugsa sér og er svo skapgóð og kúrinn alltaf hreint, hún er barngóð og ég veit ekki hvað Hekla(litla frænka mín) hefur ekki gert við hana,, en hún tekur því bara vel,, stendur upp og labbar í burtu ef að henni er misboðið! Við fengum hana þegar að hún var tveggja ára, frá frænda okkar. En hann gat ekki haft hana lengur vegna þess að hann og unnusta hans(sem að er einnig frænka min nema í öðrum ættlið) voru að fara að eignast barn og voru því að fara að flytja í aðra íbuð, þar sem að það mátti ekki vera með hunda. Ég var svo æðisgengilega glöð þegar að við fengum hana. Þegar að við fengum hana kunni hún öll undirstöðu atriði, setjast, liggja,kyrr og bíða og koma. Móðir mín var trúlegast duglegust að fara með hana út að labba og fór hún alltaf með hana og labbaði Rauðavatnshringinn, það fannst henni Dimmu minni æðislegt! En síðan þegar að mamma dó vorum við ekki eins dugleg að fara með hana að labba en í sumar tók ég mig á og hjólaði elliðarár hrigninn með hana næstum því æa hverjum degi! Hún grenntist töluvert þá. Dimma er algjör matvargur, við segjum henni alltaf að fara framm þegar að við erum að borða en hún er alltaf komin inní eldhús og undir borð þegar að maður tekur aftur eftir henni. Ég man eitt sinn þegar að bróðir minn fór út að sækja mig(var í garðinum við hliðin á á trampólíninu) og Dimma kom með og það var kjúklingur í matinn, svo komum við inn og kjúklingur er uppáhalds maturinn hennar Dimmu svo að hún hleypur allveg á sprettinum viss um að hun myndi fá eitthvað, nær ekki beygjuni lengur á svona vegg/skáp og það svona flísaðist smá uppúr honum og það voru allveg hundahár inní götunum,,Svo stóð hún upp og byrjaði að sníkja! Allir voru í sjokki,, en hún fékk þó kjúkling!;D


Akkurat núna þegar að ég er að skrifa þetta liggur hún á tánum á mér og er að hlýja mér :)
Ktm táknar hýr,vekur hjá mér nýjan grun, og ég veit þeir vilja reyna þessar stundir bara gleyma, svo miklu en trúi ég (8) ;D