Tegundahópur: 5, spísshundar. (hjarðahundur)
Uppruni: Rússland (Síbería)
Dagsetning uppgötvun tegundar: Ekki vitað.
Meðalhæð og þyngd rakka: 53-59 cm og 20-29,5 kg.
Meðalhæð og þyngd tíkar: 48-53 cm og 15-23 kg.
Upprunalegt hlutverk: Hreindýrahirðir, verndari, dráttardýr.
Aðal hlutverk nú í dag: Sleðadráttur og Hjarðarvaktari!! (herding trials)
Annað nafn: Samoyedskaya
Saga ræktunar á Samoyed tegundinni:
Samoyed tegundin er nefnd eftir flökkufólki sem kom alla leiðina frá miðsvæðis Asíu til Norðvesturs Síberíu. Hundarnir voru mjög mikilvægur hlutur af lífstíli flökkufólksins, gættu hreindýranna sem var megin uppistaða matarins fyrir ættflokkinn. Þessir spísshundar voru líka í því að toga báta, sleða, veiða birni og gæta fjölskyldu sinnar gegn rándýrum. Sem bæði vinnuafl (aðstoðadýr) og gæludýr, þá sváfu hundarnir reglulega hjá krökkunum til að veita þeim hlýju sína í köldu veðurfari. Á seinni hluta 19. aldar kom fyrsti Samoyed hundurinn til Englands en á þeim tíma var þessi stofn ekki endilega alveg snjóhvítur eins og hann þekkist í dag. Alexandria drottning fékk Samoyed hund að gjöf og byrjaði út frá því að rækta og koma á framfæri þessari tegund. Og reyndar er hægt að rekja nútíma ræktanir af tegundinni til ræktunar drottningarinnar. Árið 1906 kom fyrsti Samoyed hundurinn til Ameríku en á sama tíma í öðrum löndum var hann orðinn mjög vinsæll sleðahundur. Í byrjun 20. aldar slóust Samoyed hundar í för með liði sem ferðaðist um Suðurskautslandið og komust á Suðurpólinn. Út af vinalegri náttúru og glæsileika tegundar heldur hún sig áfram í því að vera hin fullkomna blanda af vinnuhundi og góðum förunauti.
Stærð og framkoma Samoyed hunda:
Þessi sívinnandi hundategund er ímynd mikils styrks og fimi jafnframt sem og glæsileika og þokka. Hann er þétturl(compact) og stæltur með líkama sem er lengri en hann er á hæðina. Þeir hafa létt og stutt skref og eru vel færir til að hlaupa hraðan sprett og eru þolmiklir. Þeir hafa fengið viðurnefið ,, brosandi hundurinn” vegan uppbretts munns og líflegrar tjáningar. Þeir þekkjast jafnan á hvíta þykka feldinum og fiðraða(feathery) skottsins sem hringast upp á bakið. Feldurinn þeirra er mjög þolinn á hvaða veðráttu sem er sem auðveldar þeim að ærslast um eða að vinna í snjónum í langan tíma í einu. Undirfeldur þeirra er þykkur og mjúkur en ytri feldurinn er dálítið hrjúfur og stendur beint út með mjög daufan silfraðan blæ. Leyfðir litir á feldi eru: Skjannahvítur, hvítur, kexlitað og kremað.
Skapgerð tegundar:
Samoyed, þekktur sem brosandi hundurinn er mjög gáfuð og blíð tegund sem tengist fjölskyldunni sinni mjög nánum böndum. Þeir eru mjög vinalegir gagnvart öðrum dýrum og vilja garnan leika sér við börn þrátt fyrir að eiga það til að gæta og vera hálfgerður hirðir yfir litlum börnum. Þó svo að þeir gelti mikið eru þeir bara allt of vingjarnlegir til að hægt væri að nota þá sem varðhunda. Þeir eru gáskafullir, jafnvel við ókunnuga og eru aldrei tortryggnir eða feimnir. Samoyed eru rólegir innandyra en þrátt sem áður geta þeir orðir rosa strýðnir og hrekkjóttir ef ekki er passað upp á það að þjálfa þá bæði andlega og líkamlega. Greind þeirra og þrjóska geta leitt graftur í garði og stöðugs gelts ef þeim leiðist mjög mikið á uppeldisárunum.Þrátt fyrir mikla þrjósku þá eru þeir mjög húsbóndahollir og vilja allt gera til að þóknast eigandanum.
Ráðlögð umhirða Samoyeds:
Samoyed hundur losar sig tvisvar á ári við feldinn og þarfnast þeir þá daglegrar burstunar á þeim tíma. Annarsvegar þarfnast þeir ekki burstunar nema tisvar til þrisvar í viku. Þeir eiga bara vera baðaðir þegar nauðsyn er. Þessi tegund er frekar orkumikil og þarfnast daglegra líkamsþjálfunar í formi skokks, langra göngutúra eða hlaupa um frjálsir utandyra. Þeim finnst gaman að vinna og geta hlotnast líkamsþjálfunar sinnar í gegnum vinnu sína sem gæti verið dráttur eða ,,gæta hjarðar”. Þeir elska kalt veðurfar og geta lifað utandyra í tempruðu loftslagi, en vilja frekar lifa innandyra hjá fjölskyldunni sinni.
Þeir geta haft það fínt sem ,,útidýr” ef þeit fá næg mannleg samskipti. Ekki er mælt með því að þessi tegund sé í heitu loftslagi út af þykka feldinum þeirra. Samoyed hundar eru erfiðir í þjálfun en samt sem áður er það nauðsynlegt því annars geta þeir orðið þrjóskir vegan leiða.Byrjið snemma að aldri að þjálfa þá upp með ákveðni og blíðri hendi . Hvolpar geta óhlýðnast skipunum ef þeir eru áhugalausir eða harkalega farið með þá.
Heilsa Samoyed hunda:
Lífskeið: 10-12 ár
Aðal áhyggjuefni: CHD (Coronary heart disease )
Minniháttar áhyggjuefni: maga og vindverkir.
Öðru hverju séð: PRA (arfgeng, vaxandi sjónrýrnun)
Mælt með að kanna mjaðmir og augu.
www.astro.dyraland.is