Sæl hugarar hér getið þið lært hvernig á að þjálfa hundinn/hvolpinn ykkar.

Að kenna hundinum að sækja blaðið

Settu eitthvað gamalt blað í lúguna eða á mottuna þar sem að það vanalega lendir. Segðu hundinu “sækja blað” eða eitthvað álíka, og sýndu hundinu blaðið. Ef að hundurinn nagar bara blaðið er gott að opna munnin á honum og setja á blaðið og hjálpa honum, þegar að hann er síðan búin “halda fínn” á blaðinu að gefa honum nammi og ekki spara hrósið, prufið núna aftur að segja “sækja blað” ef að hundurinn nartar bara eða vill ekki sækja enn gerið þá það sem að stendur hér fyrir ofan.Gerið þetta aftur og aftur(gefið samt hundinum smá frí, þá getið þið líka séð hvort að hann hefur lært eitthvað) Gerið þetta einnig næstu daga (megið samt sleppa namminu) en hrósið hundinum vel, svo lengi sem að þið hrósið honum þegar að hann kemur með blaðið fer hann kannski að koma með það dags daglega.



Að kenna hundi/hvolpi að ganga í taum

Þegar að hvolpurinn er settur í taum fyrst er mjög líklegt að hann tosi á móti, stoppi og eitthvað í þeim dúr, EKKI draga hann þá á eftir ykkur.

best er að hafa langan taum, gott er að hafa nammi eða uppáhaldsdótið. Gangið fyrst smá spöl frá hundinum og sýnið honum nammið/dótið og kallið á hann, hvolpurinn/hundurinn ætti þá að koma, ef að hann gerir það ekki haltu bara áfram að kalla nafnið blíðlega og veifa hálfgerlega dótinu/namminu framan í hann, hundurinn kemur að lokum. Þegar að þú ert búin að gera þetta nokkuð eftir fylgir hundurinn/hvolpurinn þér eftir. Þið verðið að vera þolinmóð þótt að hundurinn vilji ekki gera þetta!


Innkall
Þegar að þú kallar á hundinn ekki gera það þegar að þú ert að fara að gera eitthvað sem að honum líkar ekki eins og pillu eða eitthvað því líkt þá tengir hundurinn komuna við neikvætt, ekki kalla á hundinn og skamma hann því að þá heldur hann að þú varst að skamma hann fyrir að koma og þá kemur hann aldrei.

Þegar að þú byrjar er best að vera á rólegum stað eins og heima. Stattu fyrst stutta vegalengd frá hundinum og láttu hann setja kyrr, haltu á nammi í hæð hundsins,
gefðu skipunina t.d. komdu eða koma og svo nafnið á hundinum glaðlega, beygðu þið í hnjánum og réttu út faðminn á móti hundinum, þegar að hann kemur hrósaðu honum duglega og gefðu honum nammið.

labbaðu svo lengra og lengra alltaf í senn frá hundinum og gerðu slíkt hið sama en ekki gera lendur heldur en 10 mín í senn.




gerið það sama utandyra nema byrjið í langri ól.


Ktm táknar hýr,vekur hjá mér nýjan grun, og ég veit þeir vilja reyna þessar stundir bara gleyma, svo miklu en trúi ég (8) ;D