Jæja ég gjörsamlega verð að segja frá þessari frábæru tík, Krulla Rassgat Pjaksdóttir.
Jæja það byrjaði þannig..Týra minn elskulegi hundur var með Pjak Ívars í heimsókn. Týra var á lóðaríi og þannig að þið getið ýmindað ykkur hvað gerðist. Nokkrum vikum eftir(15. apríl '01) þetta atvik komu 4 littlir hvolpar í heiminn; Rúski, Perla, Krulla og Siggi. Svo daginn eftir fæddust tveir í viðbót; Maska og Andri. Fyrst skírðum við Krullu krulla því að við héldum að hún væri hundur. Svo liðu vikurnar og loksins byrjuðu litlu sakleisingjarnir að opna augun og labba út um allt og gera sín stykki. Við þurftum svo að reyna að losa okkur við þess kvolpa þannig að vð auglýstum. Krulla litla fór til vopnafjarðar, Perla til akureyrar, Andri til vopnafjarðar og Maska til Seyðisfjarðar. Svo að Andri og Ruski voru eftir.
Seinna í september varð Andri fyrir bíl þannig að við vorum núna bara með 2 hunda; Týru og Ruska. Svo dag einn þegar ég var að koma úr skólanum þá kemur einhver hundur á móti mér sem ég þekki ekki strax en svo þegar hann kemur nær sé ég hver er þar á ferð, Krulla. Fólkið þar sem við höfðum sent Krullu ´hafði ætlað að lóa henni. Hún fékk aldrei að koma inn til þeirra sem hún var vön að gera heima hjá mér þannig að hún byrjaði að veiða hænur á nóttunni. Krulla litla hafði greinilega orðið fyrir einhverjum áföllum því að hún var t.d. hrædd við kveikjara, stafi, ryksugur og mart fleira. En elska besti Andri minn(frændi minn) bjargaði henni!! Krulla og Týra móðir hennar kom ekkert sérlega vel saman. Þær slóust oft fyrstu vikuna en svo voru alltaf einhver illindi.
Brátt varð Krulla ein af fjölskyldunni eins og áður og tók upp á morgu þar á meðal að reka nefið inn í rassinn á manni, verða öskureið ef einhver settist hjá henni eða knúsaði og svo byrjaði hún að dilla á bróður sínum(Rúski). Samt beit hún aldrei og var alltaf góð við mig ef ég meiddi mig og fór að gráta. Hún elskaði tómar smjördósir og nagaði mikið af beinum. Svo þegar við fórum niður í fjöru eða út að labba synti hún alltaf lengst út á fjörð að elta fugla. Ég held samt að það hafi bara komið tvisvar fyrir að hún næði í fugla, 2 kollu ungar. Svo um haustið '03 andaðist móðir Krullu og Rúska, Týra. Svo stuttu seinna eftir það andaðist Perla Pjaksdóttir.
Svo núna fyrir stuttu í apríl eða mars gleymdi pabbi að sprauta Krullu svo að Rúski og hún byrjuðu að gera soldið. Eins og ég mynstist hér áður var Krulla stundum á fara upp á bróður sinn þannig að það varð smá keppni um það hver ætti að ver ofan á:oþ. Krulla og Rúski festust svo saman inn í stofu;). Sem betur fer er komið einhvað svona lyf sem eiðir hvolpum því að ekki vildum við hafa brenglaða hvolpa. Elska Krulla mín hljóðaði svo þegar það var verið að sprauta hana að ég fékk tár í augun.
Á myndinni er Krulla og Rúski