Ég var að horfa á ísland í bítið og þar var verið að tala um hundasýningu sem á að vera um helgina.

Það sem ég veit að verður á dagskránni er kynning á eitthverju hundafóðri sem að gallery voff og leitarhundafélagið notar fyrir hundana sína. gallerývoff verður með kennara sem er hagt að spyrja og hekking af sérfræðingum svara spurningum okkar sem ekkert vita. Þetta fynnst mér spennandi. ég veit ekkert hvaða fóður þetta er en ég sýnist eitthvað vera til í þessu. Það verða Leitarhundar í Action og eithver tricks frá Gallerí Voff hundaskóla dýralæknar frá dýralæknastofunni í Garðabæ (sem mér fynnst vera sú stofa sem veitir besta þjónustu) og örugglega eitthvað spennandi.. ég er allavega áhveðin á að kíkja og ég mæli með að þið gerið það líka.

Sýningin stendur yfir á laugardeginum og sunnudeginum frá kl 13-17
Gott framtak hjá Garðheimum, svo er bara að sjá hvernig þetta tekst hjá þeim.
- Kalli