Hvað á ég að gera ef hann urrar alltaf á aðra
hunda sem eru af sama kyni og stærð og hann?
Hann er alltaf að lenda í slagsmálum útaf
essu helv.. urri, allavega nær hann að
“triggera” Boxerana vel,…

Það virðist ekki skipta hann NEINU máli
hvort hundarnir eru eldri eða yngri en
hann, hann virðir þá ekki rass…boru!

Hann hefur ekki gefið eftir ennþá í
slagsmálum alveg sama hve hinn
hundurinn er sterkur. Ég hef þurft að
ganga á milli í eitt skipti, en hin
skiptin virðist duga fyrir mig að segja
“NEI” ákveðið. Ég yfirgef alltaf svæðið
um leið og hann byrjar að slást. Líka ef
hann urrar of mikið.
Ég hef áhyggjur afþví að einn daginn verði
hann tekið alvarlega í gegn… :(

Ég hef prófað að senda hann inní bíl og
farið sjálf út aftur meðal hundanna, en
þá bara vælir hann og virðist ekkert
fatta akuru ég er svona “vond” ,…
Og auðvitað segja ég alltaf “nei” þegar
hann byrjar að urra á hina hundana.

Hann er greinilega fæddur ALFA-dog??
Eða??
Á ég að kaupa múl?
Einhverja ráðleggingar ?

P.S. Á ég svokallaðann slagsmálahund?