Hæhæ, vildi bara kynna mig og hundinn minn. Ég heiti semsagt Inga og nýkomin inná síðuna eftir langa leit af lykilorðinu mínu og e-maili. En meira af hundinum mínum. (upplýsingar af www.hvuttar.net)
Hundurinn minn heitir Astró. Hann er sleðahundur af tegundinni Samoyed


Samoyed er einstaklega góðlyndur og vingjarnlegur hundur, sem nýtur mannlegs félakskapar. Kröftugur, orkumikill, og athafnasamur hundur. Samoyed er sjálfstæður, sjálfsöruggur og rólegur. Hann geltir mikið, sem gerir hann að góðum varðhund. Samoyed er greindur og blíður og er ástúðlegur félagi, hann þolir kalda veðráttu mjög vel. Hann veitir oft mótstöðu við þálfun. Umhverfisþjálfa þarf þessa hunda vel, svo þeim lyndi við aðra hunda.

Uppruni
Upprunalega veiðihundur og verndari hreindýrahjarða. Í dag hefur þessi snjóhvíti hundur en þá getu í að sinna upprunalegum notum sínum. Tegundin barst fyrst til Bretlands með englendingnum Robert Scott árið 1889. Samoyed er einn af vinsælustu gælu- og sýningarhundum heims. Hann gætti hjarða og var einnig veiðihundur.

Umhirða
Feldinn þarf að hirða vel, bursta verður hann dagleg, og kemba einnig þegar hann fer úr hárum.

Hreyfing
Samoyed þarf mikla hreyfingu og þolir annars ekki borgarlíf, hann þarf daglegar góðar gönguferðir og lausahlaup.

Leyfilegir litir
Hvítur, krem, eða hvítur og kex (hvítur bakgrunnur með ljósum flekkjum).

Hæð á herðakamb
Rakkar u.þ.b. 57 sm. Tíkur u.þ.b. 53 sm.

Þyngd
Rakkar 20 - 30 kg. Tíkur 17 - 25 kg.

Staðreyndir
Upprunaland: Rússland
Upprunatími: Fornöld/1600?
Fyrstu not: Hreindýra hirðir.
Í dag: Félagi og varðhundur.
Lífsskeið: 12 ár
Önnur nöfn: Samoyedskaya"



Endilega kíkið á síðuna hans www.astro.dyraland.is

Kveðja Inga og Astró:)
www.astro.dyraland.is