til hundaræktunar fyrir manneldi, þ.e. að rækta hunda til að
slátra og selja sem steikur í stórmörkuðum. Þessi maður var
bjartsýnn á að þetta gengi vel og nefndi að fyrir 40 árum hefði
kjúklingakjöt verið sjaldgæft á matardiskum landans en er
vinsælt núna. Í mörgum Asíulöndum er hundaát mjög
algengt og þykir jafnvel herramannsmatur.
Hvað finnst ykkur um þetta? Ég er nú ekkert alltof hrifin ef satt
skal segja….
Ég veit ekki hvort hundar séu jafn vinsæl gæludýr í þessum
Asíulöndum og þeir eru til átu þar, en hér á landi eru hundar
mjög vinsæl gæludýr og líklegast afar fáir tilbúnir að kaupa
sér læri af Golden Retriever í Nýkaupum. Hundar eru bara
svo mikils metnir hér. Þeir hafa verið hægri hönd bænda í
margar aldir og taldir “besti vinur mannsins” eins og allir vita.
Finndist ykkur í lagi að borða hundasteik fyrir framan seppann
ykkar? Og hvað ef hundurinn ykkar fer að sníkja við
matarborðið, æ æ æ…..
Ef ég færi til Kína, vildi ég alveg smakka hundakjöt. En ég vil
ekki borða þá hér á landi. Undarlegt kannski, en þetta finnst
mér bara. Hvað segið þið?
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil