Þú hefðir átt að byrja að temja hundinn þinn þegar hann var hvolpur. Hundurinn heldur örugglega að hann ráði. Prófaðu að láta hausinn þinn yfir hans. Honum mun ekki líka það, því þá ert þú að segja að þú ráðir og hann eigi að beygja sér fyrir þér. En það vill hann ekki og mun urra á þig og verða reiður. Ef þú ert búinn að temja hann að þú ráðir og ferð kannski eitthvert í burtu í einhverja daga og tekur hann ekki með tekur hann að sér “húsbóndaverkið” og heldur að hann ráði. Hann tekur þá kannski urrandi á móti þér. Þá skalltu tala smá við hann og fara með hann í göngutúr. Það tekur kannski tvo, þrjá daga að hann veit að þú ræður. Til að láta hann hlýða þér betur skalltu horfa djúpt í augun á honum og ef hann lýtur undan taktu þá um hausinn þannig að hann lýti líka í augun á þér, og segja með strangri röddu t.d. kyrr. Þú þarft að segja það nokkrum sinnum þannig að hann hlýði. En tíl að kenna honum að labba án þess að vera í bandi þarftu að byrja að kenna honum að hlýða þér eins og t.d. kyrr eða þess háttar. Í byrjun geturðu gefið honum alltaf hundanammi þegar hann gerir eitthvað rétt, þannig mun hann hafa meiri áhuga á því sem þú ert að segja.
P.S. Þetta mun taka nokkra daga og hvernig getur svona lítill hundur dregið þig!