Ég rakst á þessa grein um daginn á netinu og langaði að birta hana hérna fyrir hundaeigendur sem vanta pláss fyrir hundana sína á meðan þau flatmaga í sólinni í sumarfríinu.
Meðal þess sem ýmsir þurfa að hugsa fyrir áður en þeir halda á vit ævintýra sumarleyfisins er góður staður fyrir heimilishundinn. Þetta getur verið töluvert meira vandamál en að koma krakka í pössun því börnin eru yfirleitt velkomnari til ættingja og vina en vesalings seppinn sem enginn kann á. Þá koma hundahótelin í góðar þarfir.
Nokkur hundahótel eru hér á landi og þau bjóða upp á vist fyrir hunda af öllum gerðum og stærðum. Þau sem DV náði sambandi við eru Hundahótelið að Leirum á Kjalarnesi (tilheyrir nú Reykjavík), Hundahótelið að Hafurbjarnarstöðum milli Sandgerðis og Garðs og Hundahótelið að Arnarstöðum, skammt austan við Selfoss. Eitt hundahótel er líka að Nolli við Grenivík sem einungis er opið á sumrin.
Hver og einn í einkaklefa
Á þessum hótelum fá hundarnir klefa eða búr, hver fyrir sig. Ef tveir hundar eru af sama heimili fá þeir að vera saman, nema annars sé óskað. Þeir hafa líka hver um sig sérstakt pláss utandyra og þar sjá þeir vel til nágrannanna. Einnig er sums staðar um að ræða sameiginlegt pláss þar sem hvuttarnir geta leikið sér hver við annan, ef vinskapurinn býður upp á það. Verðið er svolítið misjafnt. Fer meðal annars eftir aðbúnaði og aðstæðum á hverjum stað og er frá 700–900 á sólarhring. Inni í því er fullt fæði, þrifnaður, feldhirðing, gælur og hreyfing.
Flestir hundarnir eru í einbýli en þegar þeir eru úti við geta þeir fylgst með nágrönnunum. Ef tveir eru frá sama heimili fá þeir að vera saman í klefa, nema annars sé óskað.
Þá er vandamál hundaeigandans leist fyrir sumarfríið og getur hann skemmt sér betur vitandi að hundurinn er í pössun á góðu hundahóteli þar sem vel er séð um hann.