Mér finnst þetta ekkert mál að henda poka í vasann og taka þetta svo upp eftir hundinn. Mér finnst samt asnalegt varðandi hvað kettir, ja það eru engin lög í kringum þá í raun og veru.
Ef maður á hund(like I do ) þarftu að taka upp skítinn, sem mér finnst að allir ættu að gera, annað er ógeðslegt. Mér finnst ekkert geðslegt þegar ég er út i að ganga með hundinn minn að það sé einhver hundaskítur á gagnstétinni, þú þarft að borga skráningargjald fyrir hundinn þinn, og svo aftur að borga það ef þú flytur úr bæjarfélaginu þínu eins og ég gerði. Og maður borgar 12 þúsund krónur ( allavega þurfti ég að gera það tvisvar ) ef hundinn þinn fer rétt fyrir neðan garðinn mans helvítis hundafanga fíflin í Mosfellsbæ, svo ég flutti :)
Ef þú átt kött þarftu ekki að taka upp skítinn, þú þarft ekki að borga skráningargjald, þú þarft í raun og veru ekki að passa þá heldur.
Kettir eru vondir, þeir klóra þeir skemma þeir eru viðbjóðslegir ( sorry katta eigendur ) þeir pissa í sandkassa og skíta í þá, þannig að litlu krakkanir éta það eftir þá. Ef þú átt kött þarftu ekki að setja köttinn þinn í ól þegar skilti kemur af hundi með striki yfir ( það merkir ekki að þú meigir ekki taka hund þanna, hann verður bara að vera í bandi og ef einhver segir þér annað, það er rangt. Lögin meiga ekki gilda svo langt ).
Flest allir hundar hér á landi eiga fína eigendur, sem sjá vel um þá. Krökkum eða landsvæði eða fólki stefnir meiri ógnun af köttum heldur en hundun. Og þess vegna finnst mér vera fáranlegt að það eru næstum engin lög yfir köttum en það skulu vera ströng yfir hundum.