Finnst ykkur allt í lagi þegar þið
eruð með hundinn ykkar á sérstökum
útivistarsvæðum hunda og ókunnugur
hundur fer að hömpa hann eða bara
næsta hund og eigandinn gerir ekkert?
Stendur bara og horfir á? Þá er ég að
tala um þegar hundur er að riðlast á
hundi en ekki tík, bara til að hömpast?
Vitið þið að sá hundur sem hömpar allt
og alla er að sýna óvirðingu? Ef
hundurinn þinn hömpar þig þá virðir
hann þig ekki.
Ég hef orðið vitni að þessu og það fer
í taugarnar á mér þegar eigandinn stendur
bara og horfir á. Hundarnir læra af hverjum
öðrum og þeir hundar sem eru vel upp alnir
og gera ekki svona, fara að gera þetta afþví
þeir sjá hina hundana gera þetta og halda að
það sé allt í lagi afþví að það gerir enginn
neitt í því?
HVAÐ FINNST YKKUR????
Ég myndi sjálf taka í taumana ef hundurinn minn
léti svona. Ein vinkona mín sagði mér að hennar
hundur léti BARA svona á hundasvæðinu, en ekki
heima hjá sér og samt fær hún nú aðra hunda í
heimsókn heim til sín. Hvað segir þetta ykkur?
Viljum við sjá í framtíðinni á hundasvæðunum
alla hundana riðlast á næstu hundum eða viljum
við sjá þá leika sér og hlaupa um einsog HUNDAR?
Ég bara spyr !