En maður verður eiginlega að trúa þessu, svo virðist svo sem að drengurinn hafi lifað á mjólk sem ein tíkin mjólkaði honum og einnig hafi hann lifað á rusli sem að hann og hundarnir fundu á götum bæjarins og í ruslatunnum. Þegar að lögreglan reyndi að ná drengnum þá stökk hann víst út í sjóinn og reyndi að forða sér á sundi, en hann náðist þó.
Það er bara eitt sem “böggar” mig við þetta, það er það að hann hafði átt að hafa verið með þessum hundum í 2 ár, og farið reglulega með þeim inn í þetta sjávarþorp að leita að einhverju ætilegu, afhverju liðu heil 2 ár þangað til einhver sá ástæðu til að fjarlæga drenginn úr hundahópnum ??
———————————————–