Þeir hafa verið að seljast um 250K, hins vegar eru þeir komnir niður í 150K í dag.
Margir fóru í gullæðið og pöruðu hvað sem er (svo lengi sem það var doberman með ættbók). Núna vonandi förum við að sjá Doberman hunda með rétta línuræktun (ekki Am+Bel blöndu með 40 ættliði á milli) og á eðlilegu verði.
Nýgirni Íslendinga er ótrúleg. Bara vegna þess að það er ekki til, þá má kaupa það á hvaða verði sem er.
Fólk eyðir fleiri dögum í að flakka milli húsgagnaverslana og velja sér sófasett fyrir 90 þúsund krónur en kaupir hund á 250 þúsund án þess svo mikið sem að hugsa út í ræktun, atferli undaneldishunda eða eyða korteri í að kynna sér ættirnar bakvið hundana.
Þetta lagast um leið og nýungagirnin er búinn, hins vegar er spurning um hvers konar einstaklingar hafa eytt 250Þ (staðgreitt) í Dobermann og hversu mikið stöðutákn þeir eiga að vera (yfirleitt er stöðutáknið í hugsjón hinnar neikvæðu ímyndar tegundarinnar)
Boxer lenti í þessu, schafer hefur gengið í gegnum þetta.
Ef einhver hefur áhuga þá mundi ég hringja og bjóða ekki meira en 150K og ef aðilinn neitar, bíða í nokkra mánuði og kauða dobermann hvolp á 150K.
Duncan