Ég fann þessa frétt á www.dog.com og ég varð að deila þessu með ykkur.
Ég þýddi hana í snatri þannig að ég bið ykkur um að afsaka ef að hún er eitthvað rosalega “beinþýdd” á köflum.
(hún var líka svolítið löng þanniga að ég stytti hana aðeins)

Boðskapur fréttarinnar .. aldrei gefast upp.

Eftir að hafa verið týndur síðan 7. Júlí 1993, fór Jake, þýskur fjárhundur, aftur til eiganda síns, Denise Tuttle, þann 5. júní síðastliðinn.

Hundurinn týndist þegar að hann hljóp í burtu frá eigandanum, en hann sá víst kanínu sem honum leist eitthvað vel á.

Denise gerði allt eftir bókinni, tilkynnti hann týndann útum allt og hengdi upp auglýsingar, og bað borgarstarfsmenn að láta vita ef að þeir myndu finna hann dauðann.

Eftir 6 mánuði var hún búin að gefast upp að mestu leiti og farin að efast um að sjá hundinn sinn aftur.

Kona þessi Denise, var í svokölluðum German shepard dog rescue klúbbi, þá ss. tekur fólk í þessum klúbbi að sér hunda eða aðstoðar við að finna þeim ný heimili.

Í síðustu viku var hringt í Denise og hún var beðin um að taka að sér ca 8-9 ára gamlann Sjéffer.
Konan sem var að gefa hann var búin að eiga hann í 2 ár, en hún hafði ekki nógann tíma til að sinna honum sem skildi. Hún hafði fengið hann frá annari konu sem var búin að eiga hann í 6 ár .. og það passaði .. Jake hafði verið týndur í 8 ár.

Denise spurði hvað hundurinn hét, og nafnið passaði, hann hér Jake, þá spurði Denise hvort að hann væri með einhver sérkenni, og það passaði, hann var fæðingarblett á tungunni.

Fólkið sem fann hann eftir að hann týndist hefur séð auglýsingarnar sem ég hengdi upp, og séð nafn hundsins þar, en því miður verið svo óheiðarleg að skila hundinum ekki, því hann var ekki merktur, og frekar ólíklegt að þau hafi nefnt hann það sama og ég, sagði Denise.

Endurfundirnir voru ánægjulegir eins og við var að búast, og Denise Tuttle er ekki í nokkrum vafa um að þetta sé hundurinn sem hún týndi fyrir átta árum síaðan.

Tekið af www.dog.com

Mig langar í framhaldi af þessu minna fólk á það að merkja hundana sína vel og vandlega, það er án ef hrikalegt að týna hundinum sínum.
———————————————–