Auðvitað geta hundar orðið afbrýðisamir, og þeir verða það oft. Hundar eru ekki heimskir, þótt þeim takist oft að plata mann ;p , þeir skylja vel hvað er að ske í kringum sig og ef eitthvað breytist t.d. athyglismagnið sem þeir fá, taka þeir vel eftir því. Hundar eru gæludýr og því “nærast” þeir beinlýnis á athygli.
Ef að ný persóna kemur á heimilið er mjög mikilvægt að sýna hundinum samt að maður viti af honum annars er hætta á að hann leggist í þunglyndi… JÁ þunglindi, og þið sem haldið að hundar geti það ekki ættu að koma staðreyndum sýnum á hreint.
Hundar hafa mikið af því sem við kjósum að kalla “mannlegar tillfinningar” og því má maður alls ekki gleyma að veita þeim þá athygli sem þeir þurfa því þegar hundar fara í þungindi er það alls ekkert grín og þá eiga þeir það til að hætta að borða og annað slíkt.
Ég veit að þetta gæti hljómað fáránlega fyrir suma en þeir sem hafa lent í því að eiga við þunglindann hund vita hvað ég á við…
Oft er gott, við ýmsar aðstæður að koma fram við hunda eins og lítil loðin börn…
…og ekki myndiru hunsa barnið þitt þótt annað slíkt kæmi á heimilið! (eða ég ætla að vona ekki)