Ég tel mig vera duglega að kenna voffanum mínum
hitt og þetta þar á meðal; Sitja, liggja, bíða,
heilsa, fara uppá afturlappirnar einsog kanína,
hoppa upp og/eða yfir, standa á afturlöppum og
svo að lúlla. Ég fæ hann meira segja til að
hrista sig eftir pöntun! En það er bara ef það
eru einhver spes verðlaun fyrir vikið.
En ég bara fæ hann ekki til að leggjast og rollover
eða rúlla sér einsog svo margir hundar kunna.
Kanski bara kann ég ekki að kenna honum það.
Kannt þú eitthvað sniðugt sem gæti hjálpað mér?
Ekki misskilja, hundurinn minn er ekki þræll sko,
hann fær fín verðlaun þegar hann er duglegur og
hann hefur sjálfur gaman af þessu, hann fílar
vel að hafa verkefni. Hann yrði alger vinnualki
ef hann fengi að ráða.
Það er bara svo æðislegt þegar við hittum fólk
sem að fílar ekki hunda og hefur aldrei verið
fyrir þá, að sýna þeim að hundar hafa heila og
kunna að nota hann, einsog ein vinkona mín sem
hefur aldrei verið fyrir dýr né átt svoleiðis,
hún sagði; Váááá, þetta er æðislegt! Maður
bara starir! Hún var svo hissa að sjá hvað hann
var duglegur og klár!
Hundur sem sýnir listir sínar og daðrar svo á eftir
bræðir alla. Einfalt.