Loksins! Alvöru hundasvæði er komið í
mosfellsbænum! Sá þetta í fréttum en tók ekki
nógu vel eftir því HVAR nákvæmlega það er í mosó,
er einhver sem getur frætt mig um það????
Sá að þarna var svokallað A, þ.e. plankar sem
koma í A og reglurnar fyrir það eru; Hundurinn
verður að fara upp á það réttu megin og niður
hinumegin en VERÐUR að snerta lituðu fletina sem
eru neðst báðum megin (snertifletir).
“hindrun” (Hopp) Stangir sem hann á að hoppa
yfir án þess að fella slá.
Svo er “Brúin” sem hundarnir eiga að labba yfir
án þess að detta, held nú reyndar að það taki
svolitla æfingu. En æfingin skapar meistarann!
Vefarinn eru fullt af staurum raðað upp í beinni
röð sem að hundurinn á að fara á milli eins og hann
sé að vefa og má ekki sleppa neinum staur.
… svo nú getur fólk æft hundana sína í
hundafimi og bara leyft þeim að fá útrás.
Þetta er frábært framtak og ég hvet alla
hunda að taka eigendur sína þangað sem fyrst.
Hundalífið fer batnandi hér á íslandi fyrst
fólk er farið að gera eitthvað af viti fyrir
bestu vini okkar.
Og munum að pikka upp skítinn annars verður
þetta subbó og fólk missir áhugann á því að
fara með hundana sína þangað. Tók eftir því
þegar ég var í öskjuhlíðinni um daginn að það
var kúkur innan girðingarinnar,…. !! SKAMM!